Vertu memm

Freisting

Fjör í Þorláksmessuskötu

Birting:

þann

Það var húsfyllir í samkomuhúsinu í Garði á Þorláksmessu að sumri, sl. mánudag 20. júlí 2009. MMD félagið hefur í nokkur ár boðið til skötuveislu í fjáröflunarskyni fyrir félagið og aldrei hafa fleiri skráð sig í skötuveisluna og má segja að færri komust að en vildu.

Boðið var upp á skötu, saltfisk og plokkfisk með góðu meðlæti. Þá var frábær skemmtidagskrá fyrir veislugesti. Geir Ólafsson tók Frank Sinatra slagara eins og honum einum er lagið, en þetta kemur fram á vef Tíðindamanna.


Vilhelm Guðmundsson, Oddný Harðardóttir þingmaður og Björg Björnsdóttir snæða skötu

Þá fór Jón Borgarsson með gamanvísur, Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra fór á kostum í gamanmáli þar sem meðal annars kom fram að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra er skemmtilegri en hún lítur út fyrir að vera. Þá stjórnaði Árni Johnsen fjöldasöng og Harmonikkuunnendur á Suðurnesjum tóku nokkur lög.

Myndir: Tíðindin.is

/Smári

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið