Freisting
Fjör í Þorláksmessuskötu
Það var húsfyllir í samkomuhúsinu í Garði á Þorláksmessu að sumri, sl. mánudag 20. júlí 2009. MMD félagið hefur í nokkur ár boðið til skötuveislu í fjáröflunarskyni fyrir félagið og aldrei hafa fleiri skráð sig í skötuveisluna og má segja að færri komust að en vildu.
Boðið var upp á skötu, saltfisk og plokkfisk með góðu meðlæti. Þá var frábær skemmtidagskrá fyrir veislugesti. Geir Ólafsson tók Frank Sinatra slagara eins og honum einum er lagið, en þetta kemur fram á vef Tíðindamanna.
Vilhelm Guðmundsson, Oddný Harðardóttir þingmaður og Björg Björnsdóttir snæða skötu
Þá fór Jón Borgarsson með gamanvísur, Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra fór á kostum í gamanmáli þar sem meðal annars kom fram að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra er skemmtilegri en hún lítur út fyrir að vera. Þá stjórnaði Árni Johnsen fjöldasöng og Harmonikkuunnendur á Suðurnesjum tóku nokkur lög.
Myndir: Tíðindin.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni17 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé