Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fiskverslunin og sjávarréttastaðurinn Beint úr sjó flytur

Beint úr sjó við Hafnargötu 29
Beint úr sjó býður einnig upp á fyrirtækjaþjónustu og senda fisk og sushi í mötuneyti hjá stórum sem litlum fyrirtækjum og veitingastöðum.
Mynd tekin rétt fyrir opnun: facebook / Beint úr sjó
Fiskverslunin og sjávarrétta-veitingastaðurinn Beint úr sjó opnaði á nýjum stað nú á dögunum, en staðurinn var staðsettur í verslunarkjarnanum við Fitjar og hefur komið sér fyrir í miðbæ Reykjanesbæjar við Hafnargötu 29.

Magnús Heimisson, Arnar Ingólfsson og Bjarni Geir Lúðvíksson.
Mynd tekin í júlí 2015, en Arnar hjálpaði þeim félögum Magnúsi og Bjarna við opnun Beint úr sjó á Fitjum við gerð á sushi, fiskréttum ofl.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
Eigendur eru Bjarni Geir Lúðvíksson og Magnús Heimisson, en þeir eiga jafnframt fiskvinnslu í Sandgerði og vinna allar vörurnar fyrir fiskverslunina þar og hindra þar með alla slorlykt eða óhreinindi á veitingastaðnum sem oft vill fylgja fiskverslunum.

Beint úr sjó býður meðal annars upp á tilbúna fiskrétti þar sem hægt er að setja í ofn þegar heim kemur.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
Fiskverslunin og veitingastaðurinn tekur 30 manns í sæti og býður upp á hefðbundinn hversdagsmat ýsu, gellur, plokkfisk, fiskibollur og nútímalega rétti í fiskborðinu. Matseðillinn er orðinn fjölbreyttari, en þar má finna fish & chips, humarsúpu, sjávarréttasúpu, að ógleymdu sushi-inu sem er mjög vinsæll réttur hjá þeim félögum en hingað til hefur gott sushi ekki verið í boði í verslunum á öllu Reykjanesinu og hafa sushi unnendur þurft að keyra til Reykjavíkur til að versla sér gott sushi. Beint úr sjó býður upp á léttvín fyrir þá sem vilja.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri







