Freisting
Fiskfélagið "sektar" sveitta hlaupara

Mikið fjölmenni var samankomið í miðborg Reykjavíkur í dag og morgun þar sem Reykjavíkurmaraþon og Latabæjarhlaup Íslandsbanka fóru fram. Nokkrir dropar féllu á höfuðborgarsvæðinu framan af degi en viðstaddur áttu von á meiru þegar þeir sneru aftur að bifreiðum sínum að hátíðinni lokinni.
Tugir, ef ekki hundruð, ökumanna höfðu lagt ólöglega upp á vegköntum meðfram Gömlu-Hringbraut, Njarðargötu og í nágrenni við Hljómskálagarðinn nokkuð sem vanalega hefur þýtt að ökumenn eru beittir sektum.

Þetta er EKKI stöðumælasekt
Við vildum bara láta þig vita að glænýr veitingastaður Fiskfélagið
hefur opnað á Vesturgötu 2a Grófartorgi – 101 Reykjavík
Blaðamaður DV veitti því athygli að nánast hver einasta bifreið leit út fyrir að hafa fengið sekt undir rúðuþurrkuna á framrúðunni. Hátíðargleðin hefur því væntanlega runnið af mörgum þreyttum hlauparanum nú í dag þegar halda átti heim á leið. En ekki var þó allt sem sýndist.
Þegar betur var að gáð reyndist ekki um stöðumælasekt að ræða heldur auglýsingu sem laumað hafði verið undir rúðuþurrkur bifreiðanna. Margur maraþonhlauparinn hefur því væntanlega andað léttar eftir að hafa gáð betur að.
Á miðanum sem dreift var segir stórum stöfum: Þetta er EKKI stöðumælasekt.
Það sem miðinn reyndist vera var auglýsing frá Fiskifélaginu um opnun nýs veitingastaðar, en þetta kemur fram á vef DV.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri





