Markaðurinn
Fisherman býður frábærar lausnir fyrir stóreldhús
Fisherman fiskréttir í gastro bökkum
Fisherman býður upp á fjölda fiskrétta sem eru tilvaldir fyrir mötuneyti, fyrirtæki og stóreldhús, þar sem fiskurinn er afhentur ferskur í 5 kg gastro bökkum sem passa fullkomlega í hefðbundna gastro ofna. Það er bæði hægt að fá þorsk og ýsu í raspi og hefðbundinn plokkfisk sem eru fulleldaður og þarf því aðeins að hita.
Vinsælir heimsréttir, fullir af hágæða fisk í gómsætri marineringu
Þá bjóðum við einnig upp á fimm fjölbreytta og girnilega fiskirétti frá öllum heimshornum; portugalskan með léttsöltum þorski, argentískur með silungi, kóreskur með laxi, franskur með þorski og grískur með þorski. Vinsælu heimsréttirnir innihalda allir um 85% fisk sem gerir það að verkum að gastro bakkarnir eru fullir af hágæða ferskum fisk í bland við bragðgóðan kryddlög og grænmeti.
Nú þegar er fjöldi stóreldhúsa í viðskiptum við Fisherman sem nýta sér þessa auðveldu og þægilegu leið til að matreiða ofan í fjölda manns á fljótlegan og bragðgóðan hátt á hverjum degi. Að jafnaði er nóg að panta fiskinn frá okkur fyrir hádegi og þá er hann kominn til þín um morguninn daginn eftir.
Pantaðu hér í netverslun Fisherman og við sjáum um að koma fiskinum til þín
Auðveldast er að panta fiskinn frá Fisherman í gegnum netverslun okkar og við sjáum um að keyra hann upp að dyrum hjá þér. Einfaldaðu þér vinnuna í eldhúsinu með ferskum fiski frá Fisherman.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati