Vertu memm

Frétt

Fish ’n’ Chick’n heimsækir Ísland – gæti draumur um útibú orðið að veruleika?

Birting:

þann

Fish ’n’ Chick’n heimsækir Ísland – gæti draumur um útibú orðið að veruleika?

Breska keðjan Fish ’n’ Chick’n greindi frá Íslandsferðinni á samfélagsmiðlum og birti þessar myndir.

Fyrir um tólf árum bárust fregnir af því að breska veitingakeðjan Fish ’n’ Chick’n hygðist opna útibú hér á landi. Úr því varð þó aldrei, en nú vekur nýleg heimsókn starfsmanna keðjunnar til Íslands upp spurningar um hvort sá draumur sé enn á teikniborðinu.

Fish ’n’ Chick’n er hluti af Chesterford Group og er í dag stærsta einkarekna keðja sinnar tegundar í Bretlandi. Höfuðstöðvarnar eru í Chesterford House í Bishops Stortford, nálægt Stansted flugvelli, og hefur fyrirtækið stækkað jafnt og þétt á undanförnum áratugum. Samkvæmt opinberum upplýsingum rak keðjan um 40 veitingastaði í Suður-Englandi fyrir fimm árum og er enn í örum vexti.

Á Íslandi til að kynnast sjávarútvegi

Á samfélagsmiðlum greindi Fish ’n’ Chick’n nýlega frá heimsókn til Íslands þar sem starfsmenn fengu tækifæri til að heimsækja Ísafjörð og kynnast íslenskum sjómönnum. Þar var lögð áhersla á að sýna hvernig sjálfbærar veiðar og gæði hráefna mynda grunninn að farsælum rekstri. „Fresh from the fjords,“ sagði í færslu á Facebook-síðu keðjunnar og bætt við að heimsóknin væri liður í því að tengjast íslenskum sjávarútvegi sem leggur til fisk í hæsta gæðaflokki.

Í heimsókninni var meðal annars kynnt hvernig íslenskir útgerðarmenn leggja mikla áherslu á ábyrgð í veiðum og að tryggja ferskan fisk frá hafi á disk. Þessi nálgun fellur vel að stefnu Fish ’n’ Chick’n sem leggur metnað sinn í að bjóða upp á hágæða fiskrétti á sanngjörnu verði.

Ekki bara fiskur og franskar

Fjölbreyttur matseðill er í boði hjá Fish ’n’ Chick’n. Auk klassískra fiskrétta er þar að finna kjúkling í ýmsum útfærslum, hamborgara, grænmetisvæna kosti, smárétti og eftirrétti. Keðjan leggur áherslu á fersk hráefni og sjálfbærni og leitast við að höfða til breiðari hóps gesta en þeirra sem einungis sækjast eftir hefðbundnum fish & chips.

Er aftur horft til Íslands?

Þótt engar staðfestar fréttir hafi borist um nýja staðsetningu hér á landi er ljóst að heimsóknin hefur vakið athygli. Það er því eðlilegt að spyrja hvort keðjan sé að kanna landið að nýju með opnun í huga. Fyrir um tólf árum voru áætlanir um íslenskt útibú ræddar opinberlega, en óvíst er af hverju úr þeim varð ekki. Nú virðist þó áhugi vera á að tengjast Íslandi á nýjan hátt, ekki aðeins í gegnum innkaup heldur einnig með framtíðarmöguleikum sem kunna að opnast.

Stærsta einkarekna keðjan í Bretlandi

Fish ’n’ Chick’n nýtur mikilla vinsælda í Bretlandi og er þekkt fyrir að halda í hefðir breskra fish & chips, en jafnframt fyrir að innleiða nútímalegar lausnir í rekstri. Þeir leggja áherslu á nýsköpun í eldhúsi, sjálfbærni í hráefnum og góða upplifun viðskiptavina. Það er þessi blanda sem hefur gert keðjuna að leiðandi nafni á sínu sviði.

Hvort heimsóknin til Íslands sé merki um nýtt upphaf eða einungis hluti af samstarfi við íslenskan sjávarútveg verður framtíðin að skera úr um. Það er þó ljóst að íslenskur fiskur er metinn afar mikils hjá keðjunni og að tengslin gætu orðið til þess að nýjar dyr opnist. Spurningin er því hvort við sjáum í náinni framtíð breskan fish & chips stað með nafnið Fish ’n’ Chick’n á Íslandi.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið