Vertu memm

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Finnur Guðberg verður fulltrúi Íslands á Euroskills í Póllandi í haust – Þórey bakari: „Þetta er ein sterkasta keppnin sem við höfum séð í bakstri ….“

Birting:

þann

Íslandsmót iðn -og verkgreina í Laugardalshöllinni - Dagana 16. - 18. mars 2023

Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir

„Þetta er ein sterkasta keppnin sem við höfum séð í bakstri,“

segir Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir, einn af skipuleggjendum keppninnar í bakstri á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fram fór í Laugardalshöll um helgina.

MATVÍS ræddi við Þóreyju þegar keppnin var í fullum gangi. Nemendur fengu það verkefni að gera eitt skrautstykki, þrjár týpur af vínarbrauði, hefðbundið brauð, baguette og brioche-brauð með ósætri fyllingu. Þau völdu sér þemu en ástin, sumarið og bleika slaufan urðu fyrir valinu.

Íslandsmót iðn -og verkgreina í Laugardalshöllinni - Dagana 16. - 18. mars 2023

Finnur Guðberg Ívarsson

Íslandsmót iðn -og verkgreina í Laugardalshöllinni - Dagana 16. - 18. mars 2023

Finnur Guðberg Ívarsson

Keppendur höfðu 10 tíma til að þreyta verkefnið, fimm stundir hvorn keppnisdag, og óhætt er að segja þeir hafi haft í mörg horn að líta. Þórey bendir á að í keppni sem þessari séu aðstæður öðruvísi en þau eru vön. Hitastigið í salnum, hitastig vatns í krana og annar aðbúnaður sé frábrugðinn.

„Þessir keppendur þurfa að nota þekkingu sína og kunnáttu til að leysa verkefnið og ná markmiðum sínum,“

segir hún.

Íslandsmót iðn -og verkgreina í Laugardalshöllinni - Dagana 16. - 18. mars 2023

Hekla Guðrún Þrastardóttir

Íslandsmót iðn -og verkgreina í Laugardalshöllinni - Dagana 16. - 18. mars 2023

Hekla Guðrún Þrastardóttir

 

Íslandsmót iðn -og verkgreina í Laugardalshöllinni - Dagana 16. - 18. mars 2023

Matthías Jóhannesson

Íslandsmót iðn -og verkgreina í Laugardalshöllinni - Dagana 16. - 18. mars 2023

Matthías Jóhannesson

Dómarar keppninnar dæmdu afurðir keppenda út frá útliti, bragði, fagmennsku og erfiðleikastigi. Svo fór að Finnur Guðberg Ívarsson sigraði keppnina og verður hann fulltrúi Íslands á Euroskills í Póllandi í haust. Aðrir keppendur voru Matthías Jóhannesson og Hekla Guðrún Þrastardóttir.

Haldin var forkeppni í Hótel- og veitingaskólanum í MK, þar sem bakstur er kenndur á Íslandi. Þar kepptu fimm nemendur um þrjú laus sæti í keppninni. Þórey segir að forkeppnin hafi verið hörð og litlu hafi mátt muna. „Þessir keppendur hér hafa allir verið á samningi, Finnur er hjá Bláa lóninu, Matti hjá Passion Reykjavík og Hekla hjá Hugge Coffey & Micro Bakery. Keppendurnir voru ýmist á þriðja ári eða lokaári í námi.

„Það er rosalega flott fyrir bransann að fá jafn sterka keppendur til að taka þátt og raun ber vitni nú. Þetta er það sem við viljum – framtíðin er björt,“

segir Þórey að lokum í samtali við Matvís.

Myndir: matvis.is

Myndir af keppnisborðum: Finnur Guðberg Ívarsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið