Vertu memm

Frétt

Finnska kokkalandsliðið Fazer í heimsókn til Íslands

Birting:

þann

Fazer Culinary Team Finland

Jóel og Hilmar með finnska kokkalandsliðinu í Viðey

Nú á dögunum var Finnska kokkalandsliðið Fazer í heimsókn hér á Íslandi, en liðið vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Þýskalandi í Erfurt í fyrra.

Hópurinn fór meðal annars út í Viðey þar sem Friðarsúlan var skoðuð og grillað var á útigrillinu við Viðeyjarnaust.

Með í för var Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari og um eldamennskuna sá Jóel frá Hótel Sögu um, en hann bauð upp á nokkrar bragðprufur, svo sem taðreykt lamb, lambakjöt í karrý, grilluð bjúgu, harðfisk, síld, heimabakað súrdeigsbrauð, skyr og síðan bjór og gos.

Hilmar sagði frá mataræði íslendinga fyrstu aldirnar, síðan hvað hefur gerst í íslenskri veitingahúsamenningu síðustu árin, frá náminu hjá íslenskum matreiðslumönnum og Hótel og matvælaskólanum.

Um kvöldið fór hópurinn út að borða á Dill.

Hægt að horfa á kynningarmyndband um liðið fyrir Ólympíuleikana með því að smella hér.

 

Aðsend mynd: Hilmar B. Jónsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið