Frétt
Finnska kokkalandsliðið Fazer í heimsókn til Íslands
Nú á dögunum var Finnska kokkalandsliðið Fazer í heimsókn hér á Íslandi, en liðið vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Þýskalandi í Erfurt í fyrra.
Hópurinn fór meðal annars út í Viðey þar sem Friðarsúlan var skoðuð og grillað var á útigrillinu við Viðeyjarnaust.
Með í för var Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari og um eldamennskuna sá Jóel frá Hótel Sögu um, en hann bauð upp á nokkrar bragðprufur, svo sem taðreykt lamb, lambakjöt í karrý, grilluð bjúgu, harðfisk, síld, heimabakað súrdeigsbrauð, skyr og síðan bjór og gos.
Hilmar sagði frá mataræði íslendinga fyrstu aldirnar, síðan hvað hefur gerst í íslenskri veitingahúsamenningu síðustu árin, frá náminu hjá íslenskum matreiðslumönnum og Hótel og matvælaskólanum.
Um kvöldið fór hópurinn út að borða á Dill.
Hægt að horfa á kynningarmyndband um liðið fyrir Ólympíuleikana með því að smella hér.
Aðsend mynd: Hilmar B. Jónsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi