Frétt
Finnska kokkalandsliðið Fazer í heimsókn til Íslands
Nú á dögunum var Finnska kokkalandsliðið Fazer í heimsókn hér á Íslandi, en liðið vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Þýskalandi í Erfurt í fyrra.
Hópurinn fór meðal annars út í Viðey þar sem Friðarsúlan var skoðuð og grillað var á útigrillinu við Viðeyjarnaust.
Með í för var Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari og um eldamennskuna sá Jóel frá Hótel Sögu um, en hann bauð upp á nokkrar bragðprufur, svo sem taðreykt lamb, lambakjöt í karrý, grilluð bjúgu, harðfisk, síld, heimabakað súrdeigsbrauð, skyr og síðan bjór og gos.
Hilmar sagði frá mataræði íslendinga fyrstu aldirnar, síðan hvað hefur gerst í íslenskri veitingahúsamenningu síðustu árin, frá náminu hjá íslenskum matreiðslumönnum og Hótel og matvælaskólanum.
Um kvöldið fór hópurinn út að borða á Dill.
Hægt að horfa á kynningarmyndband um liðið fyrir Ólympíuleikana með því að smella hér.
Aðsend mynd: Hilmar B. Jónsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati