Frétt
Finnska kokkalandsliðið Fazer í heimsókn til Íslands
Nú á dögunum var Finnska kokkalandsliðið Fazer í heimsókn hér á Íslandi, en liðið vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Þýskalandi í Erfurt í fyrra.
Hópurinn fór meðal annars út í Viðey þar sem Friðarsúlan var skoðuð og grillað var á útigrillinu við Viðeyjarnaust.
Með í för var Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari og um eldamennskuna sá Jóel frá Hótel Sögu um, en hann bauð upp á nokkrar bragðprufur, svo sem taðreykt lamb, lambakjöt í karrý, grilluð bjúgu, harðfisk, síld, heimabakað súrdeigsbrauð, skyr og síðan bjór og gos.
Hilmar sagði frá mataræði íslendinga fyrstu aldirnar, síðan hvað hefur gerst í íslenskri veitingahúsamenningu síðustu árin, frá náminu hjá íslenskum matreiðslumönnum og Hótel og matvælaskólanum.
Um kvöldið fór hópurinn út að borða á Dill.
Hægt að horfa á kynningarmyndband um liðið fyrir Ólympíuleikana með því að smella hér.
Aðsend mynd: Hilmar B. Jónsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt18 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






