Freisting
Finnar auka lífslíkur sínar með minni saltneyslu
Sænskir næringarfræðingar hafa áhyggjur af saltneyslu þjóðarinnar sem er að meðaltali um 12 til 13 grömm á dag og horfa öfundaraugum til nágranna sinna í Finnlandi þar sem saltneysla hefur verið helminguð á síðast liðnum 30 árum, úr 14 niður í 8 grömm.
Finnar þakka heilbrigðisátaki og herferð þennan árangur og hafa reiknað út að hættan á heilablóðfalli og hjartabilun hafi minnkað um 75 til 80% hjá fólki yngra en 65 ára.
Á vefsíðu Lýðheilsustöðvar má finna könnun Manneldisráðs Íslands um mataræði Íslendinga frá 2002 og þar kemur fram að Íslendingar neyta að meðaltali um 8,9 gramma af salti á dag. En sú tala er nefnd með þeim fyrirvara að hún mæli til dæmis ekki það salt sem stráð er út á mat eftir að hann hefur verið eldaður og telja höfundar skýrslunnar að raunveruleg saltneysla Íslendinga sé hærri en þessi tala ber vott um.
Í Svenska Dagbladet kemur fram að finnski blóðþrýstingurinn hafi lækkað til muna og samkvæmt nýjustu rannsóknum mun sá árangur hafa bætt sex árum við lífslíkur landsmanna.
Greint frá á heimasíðu Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays





