Freisting
Finnar auka lífslíkur sínar með minni saltneyslu
Sænskir næringarfræðingar hafa áhyggjur af saltneyslu þjóðarinnar sem er að meðaltali um 12 til 13 grömm á dag og horfa öfundaraugum til nágranna sinna í Finnlandi þar sem saltneysla hefur verið helminguð á síðast liðnum 30 árum, úr 14 niður í 8 grömm.
Finnar þakka heilbrigðisátaki og herferð þennan árangur og hafa reiknað út að hættan á heilablóðfalli og hjartabilun hafi minnkað um 75 til 80% hjá fólki yngra en 65 ára.
Á vefsíðu Lýðheilsustöðvar má finna könnun Manneldisráðs Íslands um mataræði Íslendinga frá 2002 og þar kemur fram að Íslendingar neyta að meðaltali um 8,9 gramma af salti á dag. En sú tala er nefnd með þeim fyrirvara að hún mæli til dæmis ekki það salt sem stráð er út á mat eftir að hann hefur verið eldaður og telja höfundar skýrslunnar að raunveruleg saltneysla Íslendinga sé hærri en þessi tala ber vott um.
Í Svenska Dagbladet kemur fram að finnski blóðþrýstingurinn hafi lækkað til muna og samkvæmt nýjustu rannsóknum mun sá árangur hafa bætt sex árum við lífslíkur landsmanna.
Greint frá á heimasíðu Mbl.is
freisting@freisting.is

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata