Freisting
Finnar auka lífslíkur sínar með minni saltneyslu
Sænskir næringarfræðingar hafa áhyggjur af saltneyslu þjóðarinnar sem er að meðaltali um 12 til 13 grömm á dag og horfa öfundaraugum til nágranna sinna í Finnlandi þar sem saltneysla hefur verið helminguð á síðast liðnum 30 árum, úr 14 niður í 8 grömm.
Finnar þakka heilbrigðisátaki og herferð þennan árangur og hafa reiknað út að hættan á heilablóðfalli og hjartabilun hafi minnkað um 75 til 80% hjá fólki yngra en 65 ára.
Á vefsíðu Lýðheilsustöðvar má finna könnun Manneldisráðs Íslands um mataræði Íslendinga frá 2002 og þar kemur fram að Íslendingar neyta að meðaltali um 8,9 gramma af salti á dag. En sú tala er nefnd með þeim fyrirvara að hún mæli til dæmis ekki það salt sem stráð er út á mat eftir að hann hefur verið eldaður og telja höfundar skýrslunnar að raunveruleg saltneysla Íslendinga sé hærri en þessi tala ber vott um.
Í Svenska Dagbladet kemur fram að finnski blóðþrýstingurinn hafi lækkað til muna og samkvæmt nýjustu rannsóknum mun sá árangur hafa bætt sex árum við lífslíkur landsmanna.
Greint frá á heimasíðu Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Uppskriftir2 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni3 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar





