Freisting
Ferðaþjónustan segir brýnt að lækka matarverð á Íslandi
Samtök ferðaþjónustunnar segja að brýna nauðsyn beri til að lækka matarverð á Íslandi. Þá segja samtökin, að ófremdarástand ríki í samkeppnismálum veitingastaða vegna skattkerfisins þar sem sama varan sé seld með mismunandi virðisaukaskatti.
Í ályktun, sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér, er skýrslu matvælanefndar ríkisstjórnarinnar fagna en jafnframt lýst vonbrigðum yfir, að ekki hafi náðst samstaða í nefndinni.
Veitingamenn hafi lagt mjög mikla áherslu á að tollar verði afnumdir og að öll sala matvæla sé í sama virðisaukaskattsþrepi, sama hvar eða hvernig hún sé seld. Matur sé nú seldur með svo fjölbreyttum hætti og á svo margbreytilegum sölustöðum að það sé orðið mjög nauðsynlegt að jafna og einfalda skattkerfið.
Í dag er ófremdarástand í samkeppnismálum veitingastaða vegna skattkerfisins þar sem sama varan er seld með mismunandi virðisaukaskatti. Einfalt, sanngjarnt og gegnsætt skattkerfi leiðir jafnframt til minni undanskota. Veitingamenn hafa lengi bent á slæma stöðu sína en þeir eru ásamt öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu í mikilli samkeppni á alþjóðavettvangi. Samtökin skora á ríkisstjórnina að koma þessum brýnu hagsmunamálum jafnt almennings sem atvinnulífsins í viðunandi horf sem allra fyrst,“ segir í ályktuninni.
Greint frá á Mbl.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Bocuse d´Or21 klukkustund síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var