Vertu memm

Freisting

Ferðaþjónustan segir brýnt að lækka matarverð á Íslandi

Birting:

þann

Samtök ferðaþjónustunnar segja að brýna nauðsyn beri til að lækka matarverð á Íslandi. Þá segja samtökin, að ófremdarástand ríki í samkeppnismálum veitingastaða vegna skattkerfisins þar sem sama varan sé seld með mismunandi virðisaukaskatti.

Í ályktun, sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér, er skýrslu matvælanefndar ríkisstjórnarinnar fagna en jafnframt lýst vonbrigðum yfir, að ekki hafi náðst samstaða í nefndinni.

Veitingamenn hafi lagt mjög mikla áherslu á að tollar verði afnumdir og að öll sala matvæla sé í sama virðisaukaskattsþrepi, sama hvar eða hvernig hún sé seld. Matur sé nú seldur með svo fjölbreyttum hætti og á svo margbreytilegum sölustöðum að það sé orðið mjög nauðsynlegt að jafna og einfalda skattkerfið.

„Í dag er ófremdarástand í samkeppnismálum veitingastaða vegna skattkerfisins þar sem sama varan er seld með mismunandi virðisaukaskatti. Einfalt, sanngjarnt og gegnsætt skattkerfi leiðir jafnframt til minni undanskota. Veitingamenn hafa lengi bent á slæma stöðu sína en þeir eru ásamt öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu í mikilli samkeppni á alþjóðavettvangi. Samtökin skora á ríkisstjórnina að koma þessum brýnu hagsmunamálum jafnt almennings sem atvinnulífsins í viðunandi horf sem allra fyrst,“ segir í ályktuninni.

 

Greint frá á Mbl.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið