Markaðurinn
Ferðamenn sólgnir í Síríus smástykkin
Það eru ekki bara ferðaþjónustan og tengdar greinar sem finna fyrir aukningu ferðamanna til landsins því mikil aukning hefur orðið í pöntunum á sérmerktu Síríus súkkulaðismástykkjunum vinsælu. Enda er fátt sem gleður góðan gest eins og ljúffengur súkkulaðimoli í fallegum umbúðum.
„Við höfum heyrt frá okkar viðskiptavinum að sumarið líti vel út varðandi fjölda ferðamanna. Samhliða því hafa streymt inn pantanir á sérmerktum Síríus smástykkjum frá fyrirtækjum sem vilja gleðja gesti sína og vekja upp jákvæð hugrenningatengsl við vörumerki sitt,“
segir Alda Björk Larsen markaðsstjóri Nóa Síríus.
„Það eru litlu hlutirnir sem gera oft útslagið varðandi upplifun fólks og því einkar vel til fundið að bjóða upp á gómsætan súkkulaðimola í afgreiðslunni eða með kaffibollanum. Svo er auðvitað alltaf vinsælt hjá starfsmönnum að geta nælt sér í einn og einn mola í erli dagsins,“
bætir Alda við kímin.
Hægt er að fá Síríus smástykkin sérmerkt með hönnun viðskiptavinar og afhendast í umhverfisvænum umbúðum, tilbúin til framsetningar. Þau eru fáanleg í þremur tegundum: Síríus rjómasúkkulaði, 56% dökku Barónsúkkulaði og appelsínusúkkulaði.
Heimasíða: www.noi.is
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti