Markaðurinn
Ferðamenn sólgnir í Síríus smástykkin
Það eru ekki bara ferðaþjónustan og tengdar greinar sem finna fyrir aukningu ferðamanna til landsins því mikil aukning hefur orðið í pöntunum á sérmerktu Síríus súkkulaðismástykkjunum vinsælu. Enda er fátt sem gleður góðan gest eins og ljúffengur súkkulaðimoli í fallegum umbúðum.
„Við höfum heyrt frá okkar viðskiptavinum að sumarið líti vel út varðandi fjölda ferðamanna. Samhliða því hafa streymt inn pantanir á sérmerktum Síríus smástykkjum frá fyrirtækjum sem vilja gleðja gesti sína og vekja upp jákvæð hugrenningatengsl við vörumerki sitt,“
segir Alda Björk Larsen markaðsstjóri Nóa Síríus.
„Það eru litlu hlutirnir sem gera oft útslagið varðandi upplifun fólks og því einkar vel til fundið að bjóða upp á gómsætan súkkulaðimola í afgreiðslunni eða með kaffibollanum. Svo er auðvitað alltaf vinsælt hjá starfsmönnum að geta nælt sér í einn og einn mola í erli dagsins,“
bætir Alda við kímin.
Hægt er að fá Síríus smástykkin sérmerkt með hönnun viðskiptavinar og afhendast í umhverfisvænum umbúðum, tilbúin til framsetningar. Þau eru fáanleg í þremur tegundum: Síríus rjómasúkkulaði, 56% dökku Barónsúkkulaði og appelsínusúkkulaði.
Heimasíða: www.noi.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.