Markaðurinn
Ferðamenn sólgnir í Síríus smástykkin
Það eru ekki bara ferðaþjónustan og tengdar greinar sem finna fyrir aukningu ferðamanna til landsins því mikil aukning hefur orðið í pöntunum á sérmerktu Síríus súkkulaðismástykkjunum vinsælu. Enda er fátt sem gleður góðan gest eins og ljúffengur súkkulaðimoli í fallegum umbúðum.
„Við höfum heyrt frá okkar viðskiptavinum að sumarið líti vel út varðandi fjölda ferðamanna. Samhliða því hafa streymt inn pantanir á sérmerktum Síríus smástykkjum frá fyrirtækjum sem vilja gleðja gesti sína og vekja upp jákvæð hugrenningatengsl við vörumerki sitt,“
segir Alda Björk Larsen markaðsstjóri Nóa Síríus.
„Það eru litlu hlutirnir sem gera oft útslagið varðandi upplifun fólks og því einkar vel til fundið að bjóða upp á gómsætan súkkulaðimola í afgreiðslunni eða með kaffibollanum. Svo er auðvitað alltaf vinsælt hjá starfsmönnum að geta nælt sér í einn og einn mola í erli dagsins,“
bætir Alda við kímin.
Hægt er að fá Síríus smástykkin sérmerkt með hönnun viðskiptavinar og afhendast í umhverfisvænum umbúðum, tilbúin til framsetningar. Þau eru fáanleg í þremur tegundum: Síríus rjómasúkkulaði, 56% dökku Barónsúkkulaði og appelsínusúkkulaði.
Heimasíða: www.noi.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Uppskriftir2 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni3 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar









