Markaðurinn
Ferðamenn sólgnir í Síríus smástykkin
Það eru ekki bara ferðaþjónustan og tengdar greinar sem finna fyrir aukningu ferðamanna til landsins því mikil aukning hefur orðið í pöntunum á sérmerktu Síríus súkkulaðismástykkjunum vinsælu. Enda er fátt sem gleður góðan gest eins og ljúffengur súkkulaðimoli í fallegum umbúðum.
„Við höfum heyrt frá okkar viðskiptavinum að sumarið líti vel út varðandi fjölda ferðamanna. Samhliða því hafa streymt inn pantanir á sérmerktum Síríus smástykkjum frá fyrirtækjum sem vilja gleðja gesti sína og vekja upp jákvæð hugrenningatengsl við vörumerki sitt,“
segir Alda Björk Larsen markaðsstjóri Nóa Síríus.
„Það eru litlu hlutirnir sem gera oft útslagið varðandi upplifun fólks og því einkar vel til fundið að bjóða upp á gómsætan súkkulaðimola í afgreiðslunni eða með kaffibollanum. Svo er auðvitað alltaf vinsælt hjá starfsmönnum að geta nælt sér í einn og einn mola í erli dagsins,“
bætir Alda við kímin.
Hægt er að fá Síríus smástykkin sérmerkt með hönnun viðskiptavinar og afhendast í umhverfisvænum umbúðum, tilbúin til framsetningar. Þau eru fáanleg í þremur tegundum: Síríus rjómasúkkulaði, 56% dökku Barónsúkkulaði og appelsínusúkkulaði.
Heimasíða: www.noi.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla