Frétt
Félag kráareigenda komið á koppinn
Veitingamenn í miðborg Reykjavíkur hafa stofnað með sér samtök undir nafninu Félag kráareigenda. Markmið félagsins er að gera miðborgina skemmtilegri og öruggari.
Kráareigendur telja að stofnun félagsins geti auðveldað allt samstarf við aðra hagsmunaðila á svæðinu, borgaryfirvöld, íbúa, fyrirtæki og lögreglu og gert það markvissara og skipulegra en nú er.
Kráareigendur hafa alveg sömu hagsmuni aðrir í miðborginni. Við viljum að gestir okkar geti notið lífsins áhyggjulaust í snyrtilegu umhverfi án þess að hafa áhyggjur af ofbeldi“, segir Baldvin Samúelsson, talsmaður félagsins í frétt frá félaginu. Við fögnum þvi að löggæslan sé orðin sýnilegri og við sjáum mikinn mun á því hvernig umgengni hefur batnað og skrílslæti minnkað. Okkur finnst umræðan að undanförnu hafa verið dálítið ósanngjörn í okkar garð, því öll alvarlegu vandamál miðborgarinnar eru úti á götunum en ekki inni á stöðunum okkar.“
Félagið hvetur til faglegrar umræðu um málefni miðborgarinnar og telur hægt að ná mjúkri lendingu í málefnum hennar þannig að allir geti unað glaðir við sitt, en þetta er greint frá á fréttavefnum Visir.is.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Nemendur & nemakeppni18 klukkustundir síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum