Markaðurinn
Fékkst þú rétta launahækkun? – Hér getur þú reiknað út hækkunina
Launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum á dögunum, samningum sem samþykktir voru í atkvæðagreiðslu sem lauk 19. mars síðastliðinn, komu til framkvæmda um nýliðin mánaðamót. Umsamin launahækkun nemur 3,25% en lágmarkshækkun er 23.750 kr. Athugið að hækkun á lægstu töxtum nemur 5,4%.
Launafólk er hvatt til að bera saman launaseðla og fullvissa sig um að laun þeirra hafi hækkað.
Athugið sérstaklega að hækkunin er afturvirk frá 1. febrúar 2024. Fyrir vikið áttu launagreiðendur einnig að greiða launahækkun febrúarmánaðar núna um mánaðamótin mars/apríl.
Þeir sem vilja reikna út hækkunina geta gert það í reiknivél hér.
Hafið samband við kjaradeild Fagfélaganna ef þið þurfið aðstoð vegna þessa. Síminn er 5400100.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði