Markaðurinn
Fékkst þú rétta launahækkun? – Hér getur þú reiknað út hækkunina
Launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum á dögunum, samningum sem samþykktir voru í atkvæðagreiðslu sem lauk 19. mars síðastliðinn, komu til framkvæmda um nýliðin mánaðamót. Umsamin launahækkun nemur 3,25% en lágmarkshækkun er 23.750 kr. Athugið að hækkun á lægstu töxtum nemur 5,4%.
Launafólk er hvatt til að bera saman launaseðla og fullvissa sig um að laun þeirra hafi hækkað.
Athugið sérstaklega að hækkunin er afturvirk frá 1. febrúar 2024. Fyrir vikið áttu launagreiðendur einnig að greiða launahækkun febrúarmánaðar núna um mánaðamótin mars/apríl.
Þeir sem vilja reikna út hækkunina geta gert það í reiknivél hér.
Hafið samband við kjaradeild Fagfélaganna ef þið þurfið aðstoð vegna þessa. Síminn er 5400100.
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






