KM
Febrúarfundur Klúbbs matreiðslumeistara
Fyrir fund er okkur boðið að skoða glæsilegan sýningarsal A. Karlssonar í glænýju húsnæði þeirra við Víkurhvarf 8 og þiggja léttar veitingar.
Þaðan verður svo farið með rútu í Hellisheiðarvirkjun þar sem Orkuveita Reykjavíkur býður okkur í Prime ribs og flottheit að hætti hússins. Amerískt þema í matnum að þessu sinni. Alltaf flottur matur hjá Magnúsi Héðinssyni og félögum.
Sérstakur gestur fundarins verður veitingahúsarýnirinn Hjörtur Howser sem farið hefur mikinn í gagnrýni sinni í tímaritum og á bloggsíðu sinni. Nú ætlar hann að svara fyrir skrifin og segja sína skoðun umbúðalaust. Gætu orðið líflegar umræður.
Auk hans verða nokkrir gestir sem sérstaklega verða kynntir á fundinum.
Dagskrá fundarins er annars:
-
Sagt frá dómaranámskeiðinu í Svíþjóð
-
Sagt frá stöðu styrktarsamninga
-
Uppgjör nefndar um hátíðarkvöldverð
-
Önnur mál
Móttakan hjá A. Karlssyni (Víkurhvarf 8) hefst kl. 18:00 og verður farið með rútunni stundvíslega kl. 19:00
Maturinn er í boði Orkuveitunnar en rútan kostar kr. 1.000,-
Munið hvítan kokkkajakka, svartar buxur og pening fyrir happdrættinu.
Missið ekki af flottri móttöku hjá A. Karlssyni, höfðinglegu boði Orkuveitunnar og að hitta alla félagana í góðum gír.
Hjörtur Howser Hljómlista-dagskrárgerðarmaður og veitingarýnir
Hjörtur Howser Hljómlista-dagskrárgerðarmaður og veitingarýnir er gestur KM á febrúarfundi okkar.
Staðir sem hann hefur skrifað um eru t.d. ; Siggi Hall á Óðinsvéum, Fiskmarkaðurinn, Rauðará, Einar Ben ofl.
kveðja
Nefndin

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni4 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir