Markaðurinn
Fastus kaupir Arcoroc og Mikasa af Amaro
Fastus ehf. hefur keypt rekstrarumboðið fyrir vörumerkin Arcoroc og Mikasa af norðlenska fyrirtækinu Viðari ehf. öðru nafni Amaro heildverslun. Arc international sem framleiðir Arcoroc og Mikasa vörurnar er stærsti glasaframleiðandi í heimi og er með yfir 50% markaðshlutdeild á heimsvísu og yfir 70% í Evrópu.
Undir vörumerkjunum Arcoroc og Mikasa eru framleidd glös, postulín, hnífapör og annar borðbúnaður. Með kaupunum stefnum við hjá Fastus ehf. að aukinni og bættri þjónustu við viðskiptavini okkar með því að að auka það fjölbreytta vöruúrval sem Fastus ehf. hefur upp á að bjóða og mun um leið gera verslunina að Síðumúla 16 enn glæsilegri.
Fastus hefur nú þegar tekið yfir sölu og þjónustu á þessum vörum og fær til sín símanúmer Amaro, 462 2831.
Kaupin eru í samræmi við stefnu Fastus að halda áfram að vera leiðandi í sölu og þjónustu á stóreldhúsbúnaði
Fréttatilkynning
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði