Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fannar opnar fyrirtækja,- & veisluþjónustu
Matar Kompaníið opnaði fyrir um tveimur mánuðum síðan og hefur verið mikill uppgangur hjá fyrirtækinu. Það er Fannar Arnarsson og fjölskylda hans sem eru eigendur Matar Kompanísins sem staðsett er við Helluhraun 22 í Hafnarfirði.
Fannar tók smá flakk í lærdóminum, en hann lærði fræðin sín á veitingastaðnum Við Tjörnina, fór svo yfir á Hilton Hótel, tók sér smá pásu og kláraði síðan samninginn á Grand hótel og útskrifaðist sem matreiðslumaður í fyrra.
Matar Kompaníið býður fyrirtækjum að fá sendan mat beint á vinnustaðinn þar sem boðið er upp á holla, matmikla og fjölbreytta rétti ásamt því að bjóða upp á alhliða veisluþjónustu. Með Fannari til halds og traust er matreiðslumaðurinn Guðmundur Óli Sigurjónsson, en hann kláraði núna síðustu vaktir sínar í Perlunni og byrjaði 100% vinnu hjá Matar Kompaníinu um mánaðarmótin s.l.
Fréttamaður veitingageirans kíkti á þá félaga Fannar og Guðmund nú á dögunum, en þeir voru þá í óða önn að gera klárt fyrir veislur og preppa fyrir næsta dag. Það var gott hljóðið í þeim og var vikan vel pöntuð og nóg að gera framundan, virkilega gaman þegar gengur vel hjá fyrirtækjum.
Látum hér nokkrar myndir frá fyrirtækja- & veisluþjónustu Matar Kompanísins fylgja með.
- Blackspice Nautakjötsborgari með heimagerðri lauksultu og chillisósu
- Rauðrófur í bakstri fyrir salatið
- Pinnahlaðborð frá Matar Kompaníinu
- Nautaburrito
- Lasagne
- Lambapottréttur
- Kjúklingaborgari í fjölkornaraspi
- Graskersúpa
Myndir: facebook / Matar Kompaní
Heimasíða: www.matarkompani.is

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni