Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fannar opnar fyrirtækja,- & veisluþjónustu
Matar Kompaníið opnaði fyrir um tveimur mánuðum síðan og hefur verið mikill uppgangur hjá fyrirtækinu. Það er Fannar Arnarsson og fjölskylda hans sem eru eigendur Matar Kompanísins sem staðsett er við Helluhraun 22 í Hafnarfirði.
Fannar tók smá flakk í lærdóminum, en hann lærði fræðin sín á veitingastaðnum Við Tjörnina, fór svo yfir á Hilton Hótel, tók sér smá pásu og kláraði síðan samninginn á Grand hótel og útskrifaðist sem matreiðslumaður í fyrra.
Matar Kompaníið býður fyrirtækjum að fá sendan mat beint á vinnustaðinn þar sem boðið er upp á holla, matmikla og fjölbreytta rétti ásamt því að bjóða upp á alhliða veisluþjónustu. Með Fannari til halds og traust er matreiðslumaðurinn Guðmundur Óli Sigurjónsson, en hann kláraði núna síðustu vaktir sínar í Perlunni og byrjaði 100% vinnu hjá Matar Kompaníinu um mánaðarmótin s.l.
Fréttamaður veitingageirans kíkti á þá félaga Fannar og Guðmund nú á dögunum, en þeir voru þá í óða önn að gera klárt fyrir veislur og preppa fyrir næsta dag. Það var gott hljóðið í þeim og var vikan vel pöntuð og nóg að gera framundan, virkilega gaman þegar gengur vel hjá fyrirtækjum.
Látum hér nokkrar myndir frá fyrirtækja- & veisluþjónustu Matar Kompanísins fylgja með.
Myndir: facebook / Matar Kompaní
Heimasíða: www.matarkompani.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?