Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Falið leyndarmál í Kringlunni | Sælkeraverslun með hágæðavörur
Í Kringlunni á 1. hæð við hliðinni á Dressman er nú kominn vísir af alvöru sælkeraverslun í hluta af rými í hinni rótgrónu verslun Búsáhöld.
Eftir að hafa starfað sem ritstjóri Gestgjafans í 7 ár tók ég, ásamt manni mínum við versluninni árið 2011. Við höfðum strax í byrjun hug á að auka vöruúrval í átt að sælkeravörum samhliða sölu á hágæða búsáhöldum frá m.a. Le Creuset, Zwilling, De Bueyer, Green Pan o.fl.
, sagði Guðrún Hrund Sigurðardóttir í samtali við veitingageirinn.is.
Mikið úrval er af hágæðavörum, nautakjöt Beint frá Býli (ferskt og frosið) sem kemur frá Garðsbúinu í Eyjafjarðarsveit, lund, rib-eye, gúllas, hakk og hamborgara. Léttsaltaðir þorskhnakkar frá Bolungarvík leynast einnig í frystikistunni innan um ýmis konar villibráð að mestu innflutta þó. Sérinnflutt krydd frá Bart í Englandi, ýmsar olíur, sinnep, sultur og soð frá ýmsum vörumerkjum allt hágæðavörur.
- Konfektið og súkkulaðið frá Hafliða Ragnarssyni
- Stelpurnar frá Hafliða mættar með dýrðina
- Villti kokkurinn Úlfar Finnbjörnsson með kynningu
- Steik og góð sósa með, klikkar ekki
Nicolas Vahé vörurnar fæst hjá þeim og síðast en ekki síst hinar frægu frönsku Labeyrie vörur, andabringur, foie gras o.fl. Súrdeigsbrauðin frá Sandholt er nýjasta viðbótin hjá þeim.
Reglulega eru kynningar á vörunum í gangi hjá okkur þar sem fólki gefst kostur á að smakka og fá uppkrift, hluta af þeim vörum sem við erum með til sölu, sem gefur búðinni persónulegt yfirbragð að mati viðskiptavina okkar.
, sagði Guðrún að lokum.
- Súkkulaðismakk! Omnom
- Brauð með sál | Súrdeigsbrauðin frá Sandholt
- Mikið úrval af hágæðavörum
- Einar og Sesselja, frá Garðsbúinu í Eyjafjarðarsveit
Myndir: Búsáhöld.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan