Markaðurinn
Færri vinnustundir en dregur úr áreitni og einelti
Fleiri félagsmenn eru í launaðri vinnu núna en samkvæmt síðustu könnun. Laun fyrir hverja vinnustund hafa haldist í hendur við launavísitölu Hagstofunnar en vinnustundir eru færri og yfirvinna minna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í könnun sem Gallup gerði fyrir MATVÍS á dögunum. Í könnuninni kemur fram að starfandi félagsmönnum á veitingahúsum fækkaði áberandi miðað við síðustu könnun sem gerð var. Á móti kemur að smávægileg fjölgun er á öðrum tegundum vinnustaða.
Í niðurstöðum könnunarinnar, sem 34% félagsmanna tóku, kemur fram að litlar breytingar eru á samsetningu starfsstétta frá síðustu könnunum. Flestir félagsmenn eru matreiðslumenn; ríflega helmingur. Langflestir þeirra eru fastráðnir en lítilsháttar fækkun er á fastráðningu miðað við síðustu kannanir. Ætla má að heimsfaraldurinn spili þarna rullu.
Þegar rýnt er í kjör og vinnutíma kemur fram að álíka stórt hlutfall svarenda er í fullu starfi og í fyrri könnunum. Vinnustundum fækkaði hins vegar um næstum fjórar frá síðustu könnun. Þá svara fleiri því til að þeir vinnu ekki yfirvinnu en í könnuninni sem gerð var 2016. Yfirvinnugreiðslur eru því minni hluti heildarlauna en í könnununum 2016 og 2018. Færri vinna vaktavinnu.
Heildarlaun þátttakenda eru að meðaltali 736 þúsund og hækka um 14% frá september 2018. Mánaðarlaun eru að meðaltali 665 þúsund og hækka um 16% frá 2018. Heildarlaun fyrir hverja vinnustund hækka um 20% en það er í takti við launavísitölu Hagstofu.
Starfshlutfall skertist hjá helmingi þátttakenda
Nærri helmingur þátttakenda varð fyrir lækkun starfshlutfalls vegna COVID-19. Nærri fimmti hver starfsmaður varð fyrir uppsögn. Mest var um lækkun starfshlutfalls í framleiðslustörfum, á veitingahúsum, hótelum og gististöðum.
Þrátt fyrir þessar skerðingar mátu aðeins fimm prósent starfsöryggi sitt lítið. Konur mátu starfsöryggi sitt minna en karlar. Starfsöryggið var metið minnst á hótelum, veitingahúsum og gististöðum.
Stjórnendur og bakarar eru þær starfsstéttir úr röðum félagsmanna þar sem fólk er ánægðast með kjör sín. Ánægja með laun stendur í stað á milli kannana.
Nemum fjölgar í bakstri
Í könnuninni kom í ljós að nemum fækkar í matreiðslu og framreiðslu en þeim fjölgar í bakstri. Ánægja með námið er svipuð og verið hefur en fleiri segjast nú vera einir á starfsstöð en í fyrri mælingum. Skráning í námsferilbók er enn ábótavant en um 70% nema segja að óreglulega eða aldrei sé fært í námsferilsbók.
Dregur heldur úr áreitni og einelti
Könnunin sem lögð var fyrir félagsmenn á dögunum náði til þátta á borð við áreitni og eineltis á vinnustöðum. Jákvæða þróun má sjá á svörum við þessum viðfangsefnum. Ríflega 12% sögðust hafa orðið fyrir einelti í vinnunni eða á vinnutengdum viðburðum síðastliðna 12 mánuði. Einelti hefur dregist saman um sex prósentustig. Konur, yngra fólk og fólk með skemmri menntun verður frekar fyrir einelti en aðrir.
Ríflega 6% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni eða á vinnutengdum atburðum síðastliðna 12 mánuði, bæði karlar og konur. Úr svörunum má lesa að ungt fólk verði frekar fyrir áreitni en hinir eldri. 18% höfðu orðið vitni að einelti eða kynferðislegri áreitni undanfarið ár. Sú tala var um 24% árið 2018.
Aukin ánægja með félagið
Að lokum má geta þess að ánægja með starfsemi MATVÍS hefur aukist, sérstaklega þegar horft er til könnunar sem gerð var 2016.
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati