Freisting
Fær aðgang að gögnum um verðkönnun á veitingahúsum
Úrskurðanefnd um upplýsingamál hefur kveðið upp þann úrskurð að Neytendastofu beri að veita Láru Ómarsdóttur, fréttamanni, aðgang að tölvuskrá sem inniheldur lista yfir þau veitingahús sem verðkönnun Neytendastofu beindist að í ágúst.
Hefur Lára fengið gögnin í hendur.
Á listanum var auk nafna á veitingahúsum, sem voru tekin til athugunar, verð tiltekinna rétta á matseðlum þeirra í febrúar, mars og ágúst 2007 og útreikningur verðbreytinga milli nefndra mánaða í prósentuhlutföllum.
Úrskurðanefnd upplýsingamála telur að skjalið sé sjálfstætt skjal í stjórnsýslumáli hjá Neytendastofu og falli því undir ákvæði upplýsingalaga. Úrskurðanefndin féllst ekki á rök Neytendastofu að hér væri um að ræða innanhúss vinnuskjal sem væri undanþegið upplýsingarétti.
Nefndin byggir úrskurð sinn á því að óheimilt er að synja um aðgang að skjalinu þar sem að það inniheldur hvoru tveggja upplýsingar um endanlega niðurstöðu málsins hjá Neytendastofu og upplýsinga sem ekki verði aflað annars staðar frá, sbr. síðari málsl. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, en frá þessu greinir Mbl.is
Úrskurðinn í heild má lesa hér
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði