Freisting
Fær aðgang að gögnum um verðkönnun á veitingahúsum
Úrskurðanefnd um upplýsingamál hefur kveðið upp þann úrskurð að Neytendastofu beri að veita Láru Ómarsdóttur, fréttamanni, aðgang að tölvuskrá sem inniheldur lista yfir þau veitingahús sem verðkönnun Neytendastofu beindist að í ágúst.
Hefur Lára fengið gögnin í hendur.
Á listanum var auk nafna á veitingahúsum, sem voru tekin til athugunar, verð tiltekinna rétta á matseðlum þeirra í febrúar, mars og ágúst 2007 og útreikningur verðbreytinga milli nefndra mánaða í prósentuhlutföllum.
Úrskurðanefnd upplýsingamála telur að skjalið sé sjálfstætt skjal í stjórnsýslumáli hjá Neytendastofu og falli því undir ákvæði upplýsingalaga. Úrskurðanefndin féllst ekki á rök Neytendastofu að hér væri um að ræða innanhúss vinnuskjal sem væri undanþegið upplýsingarétti.
Nefndin byggir úrskurð sinn á því að óheimilt er að synja um aðgang að skjalinu þar sem að það inniheldur hvoru tveggja upplýsingar um endanlega niðurstöðu málsins hjá Neytendastofu og upplýsinga sem ekki verði aflað annars staðar frá, sbr. síðari málsl. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, en frá þessu greinir Mbl.is
Úrskurðinn í heild má lesa hér

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt5 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum