Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Fabrikkan fyrst til að bjóða upp á Gæsaborgara

Birting:

þann

fabrikkan_120220122

Já það er Hamborgarafabrikkan sem reið á vaðið í fyrra með að bjóða á Þorranum upp á gæsaborgara sem þeir kalla Heiðar.

Nú er því í annað skiptið sem hann er á boðstólunum og að sögn Birgis Helgasonar rekstrastjóra er hann kominn til að vera.

Hamborgarafabrikkan

Einnig hafa fabrikkumenn boðið upp á Hreindýraborgara undir nafninu Rúdolf í jólamánuðinum og einnig bjóða þeir upp á Hrefnuborgara yfir sumartímann og á haustin er laxaborgari á dagskrá og aldrei að vita nema fleiri óhefðbundnir borgarar líti dagsins ljós í náinni framtíð og er þetta mjög göfugt verkefni og setur staðinn á hærri stall fyrir vikið.

Hamborgarafabrikkan

En að gæsaborgaranum þá inniheldur hann 60 % gæsakjöt og 40 % nautahakk og fitu til þess að hann verði ekki allt of dýr, aukin heldur er gæsakjöt mjög magurt kjöt sem þarfnast smá fitu meðan það er eldað, svo fékk ég að smakka á herlegheitunum, en hann er afgreiddur með rjómaosti, villibláberja sultu og peru með honum eru bornar franskar sætkartöflur og tómatsósa.

Hamborgarafabrikkan

fabrikkan_12022012Eitthvað bragð fannst mér ekki eiga heima í þessari samsetningu og fann út að það var tómatsósan, Heinz tómatsósan er svo kröftug í bragði að hún passar engan veginn í þetta partý bragðlauka og hefði ég frekar viljað sjá milda gráðostasósu með.

Borgarinn var alveg fantagóður og ekki síðri sætfrönskurnar og segir mér hugur að þær verði inn í ár.

Mæli ég hiklaust með að fólk prófi Heiðar því að ég er næstum viss að enginn verði fyrir vonbrigðum.

Takk fyrir mig.

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið