Sverrir Halldórsson
Fabrikkan fyrst til að bjóða upp á Gæsaborgara
Já það er Hamborgarafabrikkan sem reið á vaðið í fyrra með að bjóða á Þorranum upp á gæsaborgara sem þeir kalla Heiðar.
Nú er því í annað skiptið sem hann er á boðstólunum og að sögn Birgis Helgasonar rekstrastjóra er hann kominn til að vera.
Einnig hafa fabrikkumenn boðið upp á Hreindýraborgara undir nafninu Rúdolf í jólamánuðinum og einnig bjóða þeir upp á Hrefnuborgara yfir sumartímann og á haustin er laxaborgari á dagskrá og aldrei að vita nema fleiri óhefðbundnir borgarar líti dagsins ljós í náinni framtíð og er þetta mjög göfugt verkefni og setur staðinn á hærri stall fyrir vikið.
En að gæsaborgaranum þá inniheldur hann 60 % gæsakjöt og 40 % nautahakk og fitu til þess að hann verði ekki allt of dýr, aukin heldur er gæsakjöt mjög magurt kjöt sem þarfnast smá fitu meðan það er eldað, svo fékk ég að smakka á herlegheitunum, en hann er afgreiddur með rjómaosti, villibláberja sultu og peru með honum eru bornar franskar sætkartöflur og tómatsósa.
Eitthvað bragð fannst mér ekki eiga heima í þessari samsetningu og fann út að það var tómatsósan, Heinz tómatsósan er svo kröftug í bragði að hún passar engan veginn í þetta partý bragðlauka og hefði ég frekar viljað sjá milda gráðostasósu með.
Borgarinn var alveg fantagóður og ekki síðri sætfrönskurnar og segir mér hugur að þær verði inn í ár.
Mæli ég hiklaust með að fólk prófi Heiðar því að ég er næstum viss að enginn verði fyrir vonbrigðum.
Takk fyrir mig.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni23 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun