Starfsmannavelta
Éta hættir rekstri – Hætta með veitingarnar á brugghúsi Brothers – Eigendur vilja einbeita sér enn frekar að Slippnum
Veitingastaðurinn Éta í Vestmannaeyjum hættir rekstri, en staðurinn opnaði í maí í fyrra.
„Það eru margar ástæður fyrir því að við ætlum ekki að halda þessum rekstri áfram fjölskyldan en helsta ástæðan er hreinlega að við viljum einbeita okkur enn frekar að SLIPPNUM“
segir í tilkynningu frá Éta, en þar segir jafnframt:
„Við lítum samt yfir farinn veg stolt og ánægð af því sem við höfum gert og skapað með okkar frábæra starfsfólki bæði á upphaflegri staðsetningu og á ölstofu bræðranna – allir þessir hundruðir eða þúsundir lítra af ýmsum mismunandi mæjónesum gerðum frá grunni, kjúklingjavængirnir sem tóku 2-3 daga í verkun og góða íslenska kjötið sem notað var í borgaranna var ekki til einkis. Í enda dags var þetta mjög góður skyndibiti þó ég segi sjálfur frá!
Hver veit nema ÉTA mun opna aftur í annarri mynd? Tíminn verður bara að leiða í ljós hvort og hvenær það verður.“
Það var síðan í mars s.l. sem að Éta færði sig yfir á Ölstofu Brothers Brewery sem staðsett er við Bárustíg 7 í Vestmannaeyjum.
Sjá einnig:
Veitingastaðurinn ÉTA færir sig yfir á Ölstofu Brothers Brewery
Mynd: facebook / Éta

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun