Uncategorized
Ert þú færasti barþjónn Íslands?
Barþjónaklúbbur Íslands kemur til með að halda Finlandia-keppni þann 6. desember næstkomandi. Keppnin verður haldin á Kaffi Sólon 6. desember kl: 20°°
Enn er hægt að skrá sig í keppnina. Allar nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu Barþjónaklúbbs Íslands á vefslóðinni www.bar.is
1. Verðlaun:
Þáttökuréttur í Finlandia Vodka Cup International sem haldið er í Lapplandi
Keppnisreglur eru eftirfarandi:
1.
Allir drykkir þurfa að vera nýir, þ.e. ekki notaðir í keppni áður.
2.
Hver keppandi skal skrá sig og senda uppskrift af einum long drink á netfangið [email protected] fyrir 29. nóvember 2007. Í drykkinn skal nota Finlandia Vodka, Finlandia Cranberry Fusion, Finlandia Lime Fusion eða Finlandia Mango Fusion. Engar aðrar vodka tegundir eru heimilar í drykkinn.
3.
Í drykknum skal vera lámark 4 sentilítrar af Finlandia-tegundum
4.
Innihald drykksins skal mælt með mæliglasi (sjússamáli).
5.
Hver keppandi hefur 7 mínútur til að framreiða 5 drykki samkvæmt long drink uppskrift sinni. Sérhver keppandi missir 1 stig fyrir hverjar 30 sekúndur sem hann notar umfram 7 mínútur.
6.
Fjöld tegunda ( áfengi, djús, annað) sem nota má í hvern drykk takmarkast við 5 tegundir, þar með taldir dash og dropar.
7.
Keppendum eru sköffuð long drink glös. Keppendum er frjálst að nota önnur glös. Þarf keppandi þá að skaffa þau sjálf (ur).
8.
Klæðnaður keppenda er frjáls.
Heimasíða www.bar.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var