Frétt
Ert þú áhugasamur ungkokkur?
Nú er komið að því að taka inn nýja félaga í Ungkokka Íslands sem starfa undir Klúbbi matreiðslumeistara. Markmið klúbbsins er að efla unga matreiðslumenn og nema og bara almenn matargleði. Stefnt er að því að keppa á stórmóti núna í ár. Ungkokkarnir fá t.d.tækifæri á því að vinna með landsliðsmönnunum okkar sem er ómetanleg reynsla.
Í erlendum matreiðslukeppnum sem snúa að ungkokkum eru oft aldurstakmörk en að sjálfsögðu er öllum matreiðslumönnum og matreiðslunemum frjálst að sækja um og vera með í öðrum hlutum sem snúa að hreyfingunni. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um en allar umsóknir verða skoðaðar og þeim svarað.
Fullum trúnaði er heitið!
Eftirfarandi kröfur gagnvart umsækjendum eru:
- Vera matreiðslumaður eða á samningi sem matreiðslunemi
- Hafa mikinn áhuga á matreiðslu og því sem henni tengist.
- Hafa gott orðspor í bransanum.
- Hafa 100% uppáskrifað samþykki vinnuveitanda.
Í umsókninni þarf að koma fram nafn, vinnustaður, staða í námi og svo má auðvita skrifa eitthvað skemmtilegt líka.
Áhugasamir sendið umsóknir ykkar á eftirfarandi veffang [email protected]
Umsóknir skulu berast fyrir 28. febrúar 2010. Endilega verið dugleg að segja félögum ykkar í vinnunni og skólanum frá þessari nýju spennandi ungkokka hreyfingu.
Virðingarfyllst
Fyrir hönd KM og Ungkokka KM
Hrefna Rósa Sætran
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Frétt4 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði