Vertu memm

Sigurður Már Guðjónsson

Erfitt að fá menntað starfsfólk | Þurfum innflutt vinnuafl

Birting:

þann

Reykjavík á fallegum degi

Mynd tekin á þakinu á hinu nýja 16 hæða hóteli, Fosshótel Reykjavík við Höfðatorg, sem opnaði í júní s.l.

Gífurleg fjölgun ferðamanna á síðustu árum hefur líklega farið fram hjá fáum. Fyrirtækjum í ferðaþjónustu og svokölluðum „lunda­búðarekstri“ hefur fjölgað langt umfram önnur, hótelin rísa upp hvert á fætur öðru og ekkert lát virðist á. En hvaða áskorunum stendur greinin frammi fyrir og hvaða flöskuhálsar gætu verið á vextinum?

Fjallað var um horfur í ferðaþjónustunni á morgunfundi Greiningardeildar Arion banka í gærmorgun. Fundurinn er árlegur viðburður og þegar litið var til spár Greiningardeildarinnar frá síðasta ári mátti sjá að ferðamönnum hefur fjölgað langt umfram það sem gert var ráð fyrir. Ný spá gerir ráð fyrir að ferðamönnum muni fjölga um 27,5% á árinu og reiknað er með að þeir verði tvær milljónir árið 2018.

Anna Hrefna Ingimundardóttir, hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion, benti á að það væri þegar orðið erfitt að fá menntað starfsfólk í ferðaþjónustuna og miðað við vöxtinn blasa erfiðleikar við.

Hún sagði líklegt að ný störf, bara í ferðaþjónustu, yrðu fleiri en sem nemur fjölda þess fólks sem er að koma út á vinnumarkaðinn á næstu árum.

Það eru því allar líkur á því að flytja þurfi inn vinnuafl á næstu árum.

Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef Morgunblaðsins með því að smella hér.

Mynd: Íslandshótel

 

Sigurður Már er bæði bakara- og konditormeistari að mennt. Bakaraiðn lærði Sigurður í fjölskyldufyrirtæki sínu Bernhöftsbakarí, en konditorifagið í Chemnitz í Þýskalandi. Sigurður Már er formaður Konditorsambands Íslands og meðlimur í þýska Konditorsambandinu. Hægt er að hafa samband við Sigurð í netfanginu [email protected]

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið