Sigurður Már Guðjónsson
Erfitt að fá menntað starfsfólk | Þurfum innflutt vinnuafl
Gífurleg fjölgun ferðamanna á síðustu árum hefur líklega farið fram hjá fáum. Fyrirtækjum í ferðaþjónustu og svokölluðum „lundabúðarekstri“ hefur fjölgað langt umfram önnur, hótelin rísa upp hvert á fætur öðru og ekkert lát virðist á. En hvaða áskorunum stendur greinin frammi fyrir og hvaða flöskuhálsar gætu verið á vextinum?
Fjallað var um horfur í ferðaþjónustunni á morgunfundi Greiningardeildar Arion banka í gærmorgun. Fundurinn er árlegur viðburður og þegar litið var til spár Greiningardeildarinnar frá síðasta ári mátti sjá að ferðamönnum hefur fjölgað langt umfram það sem gert var ráð fyrir. Ný spá gerir ráð fyrir að ferðamönnum muni fjölga um 27,5% á árinu og reiknað er með að þeir verði tvær milljónir árið 2018.
Anna Hrefna Ingimundardóttir, hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion, benti á að það væri þegar orðið erfitt að fá menntað starfsfólk í ferðaþjónustuna og miðað við vöxtinn blasa erfiðleikar við.
Hún sagði líklegt að ný störf, bara í ferðaþjónustu, yrðu fleiri en sem nemur fjölda þess fólks sem er að koma út á vinnumarkaðinn á næstu árum.
Það eru því allar líkur á því að flytja þurfi inn vinnuafl á næstu árum.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef Morgunblaðsins með því að smella hér.
Mynd: Íslandshótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt4 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt