Frétt
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
Ragnar Þór Antonsson, sem lauk sveinsprófi í framreiðslu árið 2023, var nýlega sagt upp störfum á fjögurra stjörnu hóteli í Reykjavík þar sem hann var eini faglærði þjónninn. Hinir þjónarnir, allir erlendir og ófaglærðir, héldu hins vegar vinnunni.
Ragnar hefur síðan þá sótt um fjölda starfa í framreiðslu án árangurs og telur að veitingastaðir kjósi frekar ófaglært erlent starfsfólk fram yfir fagmenntaða Íslendinga. Hann lýsir því að honum sé í raun „refsað“ fyrir að hafa sótt sér menntun í faginu og telur að sveinspróf í framreiðslu sé orðið hálfpartinn verðlaust á íslenskum vinnumarkaði í dag.
Nánar er fjallað um málið á visir.is.
Formaður MATVÍS gagnrýnir uppsögn fagmanns: „Enginn raunverulegur sparnaður felst í slíkum ákvörðunum“
Formaður MATVÍS, stéttarfélags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum, lýsir furðu sinni á því að faglærðum þjóni hafi verið sagt upp störfum á hóteli í Reykjavík. Hann telur að slíkar uppsagnir skili ekki raunverulegum sparnaði.
Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, segir í samtali við visir.is að þó slík mál berist ekki oft á borð félagsins, sé þetta áhyggjuefni. Hann bendir á að oft sé skortur á fagmenntuðu starfsfólki í greininni, og að slíkar uppsagnir dragi ekki úr þeim vanda.
Óskar telur að þetta hvetji ekki til þess að fólk sæki sér menntun í faginu. Hann segir að félagið hafi lagt til breytingar á reglugerðum veitingastaða, þar sem krafist væri að faglært starfsfólk væri við störf, sérstaklega á fínni veitingastöðum.
Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um að efla iðn- og tækninám, hefur lítið orðið úr þessum tillögum. Óskar skilur ekki af hverju atvinnurekendur sjái ekki hag sinn í að hafa fagfólk í vinnu.
„Ég er ekki alveg að skilja af hverju atvinnurekendur sjá ekki hag sinn í því að vera með fagfólk í vinnu af því ég get ekki séð að það sé mikill sparnaður í því að segja upp fagfólki af því að fagfólk það yfirleitt eykur söluna og fagmennskun á stöðunum og annað slíkt, þannig maður hefði talið að það væri alltaf til bóta fyrir þá staði sem eru með fagmenn.“
Segir Óskar að lokum í samtali við visir.ir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu







