Frétt
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
Ragnar Þór Antonsson, sem lauk sveinsprófi í framreiðslu árið 2023, var nýlega sagt upp störfum á fjögurra stjörnu hóteli í Reykjavík þar sem hann var eini faglærði þjónninn. Hinir þjónarnir, allir erlendir og ófaglærðir, héldu hins vegar vinnunni.
Ragnar hefur síðan þá sótt um fjölda starfa í framreiðslu án árangurs og telur að veitingastaðir kjósi frekar ófaglært erlent starfsfólk fram yfir fagmenntaða Íslendinga. Hann lýsir því að honum sé í raun „refsað“ fyrir að hafa sótt sér menntun í faginu og telur að sveinspróf í framreiðslu sé orðið hálfpartinn verðlaust á íslenskum vinnumarkaði í dag.
Nánar er fjallað um málið á visir.is.
Formaður MATVÍS gagnrýnir uppsögn fagmanns: „Enginn raunverulegur sparnaður felst í slíkum ákvörðunum“
Formaður MATVÍS, stéttarfélags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum, lýsir furðu sinni á því að faglærðum þjóni hafi verið sagt upp störfum á hóteli í Reykjavík. Hann telur að slíkar uppsagnir skili ekki raunverulegum sparnaði.
Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, segir í samtali við visir.is að þó slík mál berist ekki oft á borð félagsins, sé þetta áhyggjuefni. Hann bendir á að oft sé skortur á fagmenntuðu starfsfólki í greininni, og að slíkar uppsagnir dragi ekki úr þeim vanda.
Óskar telur að þetta hvetji ekki til þess að fólk sæki sér menntun í faginu. Hann segir að félagið hafi lagt til breytingar á reglugerðum veitingastaða, þar sem krafist væri að faglært starfsfólk væri við störf, sérstaklega á fínni veitingastöðum.
Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um að efla iðn- og tækninám, hefur lítið orðið úr þessum tillögum. Óskar skilur ekki af hverju atvinnurekendur sjái ekki hag sinn í að hafa fagfólk í vinnu.
„Ég er ekki alveg að skilja af hverju atvinnurekendur sjá ekki hag sinn í því að vera með fagfólk í vinnu af því ég get ekki séð að það sé mikill sparnaður í því að segja upp fagfólki af því að fagfólk það yfirleitt eykur söluna og fagmennskun á stöðunum og annað slíkt, þannig maður hefði talið að það væri alltaf til bóta fyrir þá staði sem eru með fagmenn.“
Segir Óskar að lokum í samtali við visir.ir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini







