Freisting
Engar fagkeppnir á Matur 2008
|
Eins og við höfum greint frá, þá verður sýningin Matur 2008 haldin í lok mars n.k. í Fífunni Kópavogi. Í gegnum árin hefur sýningin verið sælureitur fyrir fagmenn, þar sem fjölmargar fagkeppnir hafa verið haldnar og margir íslandsmeistarar hafa litið dagsins ljós.
Nú er svo komið að hvorki Klúbbur Matreiðslumeistara, né Matvís koma til með að standa fyrir fagkeppnum á sýningunni, en meginástæðan er fyrir ákvörðuninni eru margvíslegar en ekki síst þær að Matvís þykir sýningar undangenginna ára ekki hafa skilað þeim árangri í kynningu á okkar faggreinum sem að vonir Matvís manna stóðu til, segir Þorsteinn Gunnarsson, Varaformaður Matvís í samtali við Freisting.is og bætir við, eftir sem áður hefur Matvís áhuga á að koma að hvers kyns kynningu á greinunum og mun félagið taka áhugaverðum tillögum um kynningar á faggreinunum fagnandi.
Matvís hefur rætt við Hótel og Matvælaskólann um samstarf að halda sýningar t.a.m. á fjölförnum stöðum líkt og í Smáralindinni, Kringlunni svo eitthvað sé nefnt, en ekkert ákveðið hvenær sú sýning yrði.
Barþjónaklúbbur Íslands stendur í stórræðum en í maí verður norðurlandamót og eins heldur klúbburinn upp á 45 ára afmæli, en þeir sjá sig ekki fært um að vera með í sýningunni Matur 2008.
Hótel og Matvælaskólinn kemur ekki til með að vera með keppnir á sýningunni Matur 2008, en eins og við greindum frá, þá er stefnan tekin á að halda sýningar t.a.m. á fjölförnum stöðum í samstarfi með Matvís.
Í apríl í fyrra var undirritaður samningur milli Kópavogsbæjar og fyrirtækisins Íslandsmót ehf. – icexpo um að Íslandsmót ehf. annist framkvæmd sýningarinnar Matur 2008. Þóra Björk Scrham starfsmaður Íslandsmóta ehf. sagði í samtali við freisting.is að breyttar áherslur væri á sýningunni, en þetta væri vörukynning fyrst og fremst og meira fyrir almenna neytenda.
Þá er það orðið ljóst að enginn fagkeppni verður á sýningunni Matur 2008.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði