Freisting
Endurnýja allt inni í herbergjum í elstu álmu Hótels Skaftafells í Freysnesi
Verið er að endurnýja allt inni í herbergjum í elstu álmu Hótels Skaftafells í Freysnesi sem tekin var í notkun fyrir 17 árum. Þetta eru átta herbergi þar sem skipt er um öll hreinlætistæki, hiti lagður í gólfin og parket sett á herbergisgólfin. Jón Benediktsson hótelstjóri segir að alltaf sé nóg að gera við að lagfæra og betur um bæta í hótelrekstrinum. Það lítur mjög vel út með sumarið og segja má að ferðatraffíkin byrji í mars en þá er von á mörgum hópum og eins er mikið pantað í apríl og maí. Búið er að ráða allt starfsfólk á hótelið fyrir sumarið og er um 80% þess fólk sem verið hefur hér hjá okkur áður, þetta er úrvalsstarfsfólk sem alltaf er hægt að treysta á.
Lítil starfsemi var á hótelinu í janúar enda alltaf rólegur tími fyrst eftir áramótin og má segja að þann mánuð sé bara opið í hálfa gátt segir Jón, en svo er allt að lifna við með hækkandi sól. Til stendur að stækka söluskála Shell í Freysnesi fyrir sumarið þar sem skálinn er allt of lítill fyrir sívaxandi umferð og auknar kröfur.
Greint frá á samfélagsvef Hornafjarðar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt