Freisting
Endurnýja allt inni í herbergjum í elstu álmu Hótels Skaftafells í Freysnesi
Verið er að endurnýja allt inni í herbergjum í elstu álmu Hótels Skaftafells í Freysnesi sem tekin var í notkun fyrir 17 árum. Þetta eru átta herbergi þar sem skipt er um öll hreinlætistæki, hiti lagður í gólfin og parket sett á herbergisgólfin. Jón Benediktsson hótelstjóri segir að alltaf sé nóg að gera við að lagfæra og betur um bæta í hótelrekstrinum. Það lítur mjög vel út með sumarið og segja má að ferðatraffíkin byrji í mars en þá er von á mörgum hópum og eins er mikið pantað í apríl og maí. Búið er að ráða allt starfsfólk á hótelið fyrir sumarið og er um 80% þess fólk sem verið hefur hér hjá okkur áður, þetta er úrvalsstarfsfólk sem alltaf er hægt að treysta á.
Lítil starfsemi var á hótelinu í janúar enda alltaf rólegur tími fyrst eftir áramótin og má segja að þann mánuð sé bara opið í hálfa gátt segir Jón, en svo er allt að lifna við með hækkandi sól. Til stendur að stækka söluskála Shell í Freysnesi fyrir sumarið þar sem skálinn er allt of lítill fyrir sívaxandi umferð og auknar kröfur.
Greint frá á samfélagsvef Hornafjarðar.
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni6 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi





