Freisting
Endurnýja allt inni í herbergjum í elstu álmu Hótels Skaftafells í Freysnesi
Verið er að endurnýja allt inni í herbergjum í elstu álmu Hótels Skaftafells í Freysnesi sem tekin var í notkun fyrir 17 árum. Þetta eru átta herbergi þar sem skipt er um öll hreinlætistæki, hiti lagður í gólfin og parket sett á herbergisgólfin. Jón Benediktsson hótelstjóri segir að alltaf sé nóg að gera við að lagfæra og betur um bæta í hótelrekstrinum. Það lítur mjög vel út með sumarið og segja má að ferðatraffíkin byrji í mars en þá er von á mörgum hópum og eins er mikið pantað í apríl og maí. Búið er að ráða allt starfsfólk á hótelið fyrir sumarið og er um 80% þess fólk sem verið hefur hér hjá okkur áður, þetta er úrvalsstarfsfólk sem alltaf er hægt að treysta á.
Lítil starfsemi var á hótelinu í janúar enda alltaf rólegur tími fyrst eftir áramótin og má segja að þann mánuð sé bara opið í hálfa gátt segir Jón, en svo er allt að lifna við með hækkandi sól. Til stendur að stækka söluskála Shell í Freysnesi fyrir sumarið þar sem skálinn er allt of lítill fyrir sívaxandi umferð og auknar kröfur.
Greint frá á samfélagsvef Hornafjarðar.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum