Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Elenora Rós með nýtt samstarf á spennandi tímum

Birting:

þann

Elenora Rós

Elenora Rós.
Mynd: Thelma Arngíms

Elenora Rós, betur þekkt undir nafninu Bakaranora, hefur gengið til liðs við umboðsskrifstofuna Furu media. Með hlýju, húmor og ástríðu fyrir bakstri hefur hún skapað sér sterka stöðu á samfélagsmiðlum og orðið margra uppáhalds þegar kemur innblæstri í eldhúsinu.

Elenora hefur á undanförnum árum byggt upp traustan hóp fylgjenda sem sækir til hennar bæði hvatningu og hugmyndir einföldum og bragðgóðum bakstri. Hún er þekkt fyrir miðla gleði og lífsgleði í gegnum efnið sitt, þar sem raunveruleikinn og hláturinn jafnt njóta sín.

Bakaranora hefur einstakan sjarma og hlýju sem endurspeglar kjarnann í því sem við viljum standa fyrir,“

segir Kristjana Björk Barðdal, stofnandi og framkvæmdastjóri Furu.

Það verður vera gaman, annars er svo leiðinlegt,“

bætir hún við og segir samstarfið við Elenoru og aðra nýja áhrifavalda vera spennandi viðbót við fjölbreyttan hóp fyrirtækisins.

Auk Bakaranoru hafa Björn Grétar, sem stendur á bak við Pabbalífið og The Bear Dad, Kalli rekstrarstjóri Furu, og hlaðvarpið Tvær úr tungunum með þeim Rósmarý Kristínu og Thelmu Hrund, gengið til liðs við Furu, að því er fram kemur í tilkynningu.

Fura media hefur á síðustu árum eflst sem vettvangur fyrir skapandi samstarf áhrifavalda og fyrirtækja, þar sem áhersla er lögð á fagmennsku, langtímasambönd og einlæga nálgun.

Haustið og veturinn eru einn stærsti tími ársins fyrir markaðsherferðir, og Fura undirbýr fjölbreytt verkefni í samstarfi við áhrifavalda, vörumerki og fyrirtæki fyrir hátíðarnar.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið