Uppskriftir
Eldsnögg hvítsúkkulaðiostakaka með bláberjasultu og bláberjum
Ragnar Freyr Ingvarsson einnig þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu birtir á heimasíðu sinni girnilega uppskrift af hvítsúkkulaðiostaköku.
Hráefnalisti fyrir sex
400 g rjómaostur
1 peli rjómi
200 g hvítt súkkulaði
175 g digestive kex
3 blöð gelatín
75 g haframjöl
100 g smjör
2 msk hunang
6 msk bláberjasulta frá Grétu í Stykkishólmi
6 msk fersk bláber
Aðferð
Bræðið fyrst súkkulaðið yfir vatnsbaði.
Bætið pela af rjóma saman við bráðið súkkulaðið.
Svo setti ég 3 gelatín blöð saman við heitan rjóman og bráðið súkkulaðið.
Setti rjómaostinn í skál og þeytti þar til hann varð mjúkur.
Þá fer súkkulaðirjóminn saman við rjómaostinn og blandað vel saman. Lét svo skálina inn í ísskáp til að kólna.
Þá var kexið sett í matvinnsluvél og hrært saman við haframjölið.
Þvínæst bætti ég bráðnu smjöri saman við kexmulninginn og svo hunangi. Lét svo standa í nokkrar mínútur.
Setti svo kexblönduna í skálar.
Þá tyllti ég matskeið af sultunni hennar Grétu ofan á kexblönduna.
Og þakti svo kexið og sultuna með súkkulaðiblöndunni. Setti svo skálarnar í ísskápinn.
Mynd: laeknirinnieldhusinu.com

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri