Markaðurinn
Eldhússýning Ekrunnar haustið 2021 – Myndir og vídeó
Í októberbyrjun gerðu hátt í 60 manns sér glaðan dag á annarri eldhússýningu Ekrunnar Akureyri 2021.
Við endurtókum leikinn frá því í vor og kynntum Unilever Food Solutions fyrir starfsfólki heilbrigðisstofnana, leik-og grunnskóla á norður- og austurlandi. Ekran tók nýlega við sölu og dreifingu á vörunum en frá Unilever Food Solutions koma heimsþekkt vörumerki eins og Knorr, Hellmann’s, Maizena, Lipton og Carte D’or. Til viðbótar var kynning á vörum frá Til hamingju og nutu gestir léttra veitinga í boði þessara merkja.
Til hamingju eru bragðgóðar og næringarríkar matvörur sem hæfa ákaflega vel heilbrigðum lífsstíl. Góð næring er að okkar mati undirstaða undir líkamlegt og andlegt heilbrigði, og eykur hamingju.
Þessi merki eru leiðandi í matargerð á Íslandi og finnast í stóreldhúsum um allt land.
Við hlökkum til að halda fleiri eldhússýninar fyrir viðskiptavini Ekrunnar á næstu misserum en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndbandi var stemningin gríðarleg!
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni23 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir










