Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

El Santo er nýr mexikóskur veitingastaður á Hverfisgötunni

Birting:

þann

Hverfisgata 20

El Santo er við Hverfisgötu 20 þar sem Tacobarinn var áður til húsa
Mynd: skjáskot af google korti

Mexikóski veitingastaðurinn El Santo opnaði nú á dögunum og hafa borgarbúar tekið vel á móti staðnum sem staðsettur er við Hverfisgötu 20, en hann hefur verið vel bókaður frá opnun staðarins.

Eigendur eru Ása Geirsdóttir og Björgólfur Takefusa.  Það er Agnar Agnarsson sem sér um eldamennskuna á El Santo.

El Santo

Á El Santo er allt unnið frá grunni
Mynd: facebook / El Santo Iceland

Á El Santo er allt unnið frá grunni úr besta fáanlegu hráefninu hverju sinni, en staðurinn býður upp á Barbacoa (djúpsteiktir bögglar fylltir með hrísahnakka), grillaðan óerfðabreyttan maís stöngul, djúpsteikta löngu í Taco stíl, chili kjúkling, ásamt ýmsa vegan rétti svo fátt eitt sé nefnt.

El Santo opnar klukkan 17:00 og er opinn til 23 virka daga en fimmtudaga til laugardaga til klukkan 01:00.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið