Markaðurinn
Ekran hefur hafið innflutning á þremur vínum
Ekran hefur hafið innflutning á þremur vínum frá Abruzzo svæðinu á Ítalíu. Vínin eru komin í reynslusölu í ATVR.
Cantine Talamonti vínframleiðandinn varð til árið 2001. Markmið með stofnun fyrirtækisins var að innleiða nýjustu tækni og besta mögulega búnað í víngerð á svæði sem býr yfir miklli víngerðarhefð á Ítalíu. Stofnendur fyrirtækisins eru miklir áhugamenn um vín og víngerð ásamt því að eiga djúpar rætur í menningu Abruzzo svæðisins, þaðan sem vínið kemur.
Markmið þeirra 18 aðila sem að Cantine Talamonti standa, er að kynna Montepulciano og Trebbiano þrúgurnar fyrir vínáhugafólki, en það eru hinar sögulegu þrúgur Abruzzo svæðisins.
Mikil alúð er lögð í framleiðslu Talamonti vínanna og ekkert til sparað til að árangurinn verði sem bestur.
Lífsspeki Talamonti framleiðslunar hvílir á tveimur máttarstólpum. Í fyrsta lagi að það geti ekki orðið nein framþróun án þess að byggt sé á hefð, og í öðru lagi að vín er og hefur ávallt verið, fyrst og fremst næring fyrir bæði líkama og sál.
Vatnagarðar 22, 104 Reykjavík – Sími 530 8500 – Tölvupóstfang: soludeild@ekran.is
Óseyri 3, 600 Akureyri – Sími 460 0000 – Tölvupóstfang: soludeild.ak@ekran.is
www.ekran.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!