Frétt
Einstakt tækifæri til að eignast veitingastað í góðum rekstri ásamt húsakynnum við Vitatorg í Sandgerði
LIND fasteignasala kynnir einstakt tækifæri til að eignast veitingastað ásamt húsakynnum í góðum rekstri við Vitatorg á frábærum stað í Sandgerði. Samkvæmt FMR er húsið 120 m2 en auk þess er ca 45 m2 veitingasalur auk tveggja 20 m2 gáma sem notaðir eru sem geymslu og frystirými.
Veitingastaðurinn Vitinn er rúmlega 35 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki staðsett í Sandgerði á Reykjanesi í miðjum Unesco Geopark.
Staðurinn er í 7 mín aksturfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli og frá honum er um 35 mín akstur á höfuðborgarsvæðið.
Landfræðileg lega staðarins er einstök þar sem hægt er að sinna sérstaklega vel gestum sem eru að koma eða fara í flug og hefur þetta gjörbreyst á síðustu árum þar sem boðið hefur verið upp á miðnæturflug. Margir gestir vilja enda dvölina í kvöldverð á Vitanum og síðustu sumur hafa gestir þurft frá að hverfa vegna þess að staðurinn er yfirbókaður.
Staðnum hefur verið vel við haldið í gegnum tíðina, öll gólf er t.d. lökkuð og vernduð einu sinni á ári og innréttingar hafa verið endurnýjaðar eftir þörfum og hagkvæmi hverju sinni.
Þema staðarins er sjávarpláss í sveit, þar sem lögð hefur verið áhersla á verndum gamalla muna sem tilheyra sögu, menningu og lífi litilla plássa á landsbyggðinni. Gestum finnst afar áhugavert að skoða og ræða þá muni sem þarna er að finna og þeir eru vinsælt myndefni og minning frá Íslandi.
Staðurinn er settur saman af tveim opnum sölum og tekur 70 manns í sæti. Fyrir utan staðinn er góður lokaður garður þar sem allt að 30 manns geta setið á góðum degi. Fulllbúið og vel við haldið veitingaeldhús er á staðnum með walk in kæli og frysti, góður þurrlager og lítið en gott vinnslurými og um 40 fm geymslurými.
Utan við staðinn er stórt og rúmgott malbikað bílastæði og auðvelt aðgengi fyrir rútur.
Allar upplýsingar veitir Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 822 2123 eða helga@fastlind.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars