Keppni
Eina ferðina enn koma jól – Jóla púns keppnin á næsta leiti
Nú fer að styttast í árlegu Jóla púns keppnina hjá Barþjónaklúbbi Íslands, en að þessu sinni verður hún haldin í Kornhlöðunni 19. desember næstkomandi.
Keppnin verður auglýst almenningi og munu þau kaupa miða og velja sér púns og í leiðinni styrkja þetta góða málefni.
Púnsinn sem fær flesta miða í lok kvöldsins vinnur og fær ásamt Barþjónaklúbbnum að afhenda ágóðan til Barnaspítala Hringsins.
Í fyrra safnaðist 250.000 kr. sem rann til Samhjálpar, í ár stefnir klúbburinn hærra og mun klúbburinn styrkja Barnaspítala Hringsins.
Þér er boðið að taka þátt í þessu góða málefni og eru meðlimir klúbbsins búnir að fá birgjana til liðs við sig í að sponsa áfengi sem hægt er að nota í púnsinn.
Það er stuttur tími til stefnu og sæta framboð ekki endalaust en fyrstu 15 komast að og eiga möguleika á að vinna.
Skráningu lýkur þriðjudaginn 10. desember, fyrstu 15 til að skrá sig fá svo sendann lista yfir tengiliði hjá birgjunum sem hægt er að fá spons hjá.
Skráning á bar@bar.is
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars