Freisting
Ein glæsilegasta íshátíð í heimi
Í yfir tvo áratugi hefur kínverska borgin Harbin boðið gestum og gangandi upp á eina glæsilegustu íshátíð í heimi. Þúsundir manna söfnuðust saman þegar hátíðin var sett í dag í tuttugasta og annað sinn, en þar er að finna einstaklega fallegar byggingar gerðar úr ís.
Í ár er hátíðin undir rússneskum áhrifum og ber þar meðal annars að líta eftirlíkingu af rauða torginu. Hátíðin laðar jafnan að fjölda fólks sem oft kemur langt að til að sjá listaverkin. Fjöldi fólks hefur lagt nótt við dag undanfarið til að gera hátíðina hvað glæsilegasta. Notaðir voru hundrað og tuttugu þúsund rúmmetrar af ískubbum og áttatíu þúsund rúmmetrar af hörðum snjó.
Hægt er að kíkja á fleiri myndir frá Íshátíðinni, með því að smella hér
Greint frá á vísir.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics