Freisting
Ein glæsilegasta íshátíð í heimi
Í yfir tvo áratugi hefur kínverska borgin Harbin boðið gestum og gangandi upp á eina glæsilegustu íshátíð í heimi. Þúsundir manna söfnuðust saman þegar hátíðin var sett í dag í tuttugasta og annað sinn, en þar er að finna einstaklega fallegar byggingar gerðar úr ís.
Í ár er hátíðin undir rússneskum áhrifum og ber þar meðal annars að líta eftirlíkingu af rauða torginu. Hátíðin laðar jafnan að fjölda fólks sem oft kemur langt að til að sjá listaverkin. Fjöldi fólks hefur lagt nótt við dag undanfarið til að gera hátíðina hvað glæsilegasta. Notaðir voru hundrað og tuttugu þúsund rúmmetrar af ískubbum og áttatíu þúsund rúmmetrar af hörðum snjó.
Hægt er að kíkja á fleiri myndir frá Íshátíðinni, með því að smella hér
Greint frá á vísir.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Starfsmannavelta20 klukkustundir síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað