Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eigendur Kalda opna bjórböð
Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði, stofnuðu í vikunni fyrirtækið Bjórböðin ehf. Ætlun fyrirtækisins er að byggja bjálkahús skammt frá bjórverksmiðju Kalda sem verður 350 til 400 fermetrar að stærð sem mun bæði innihalda bjórböð og veitingastað, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Ég prófaði þetta fyrst í Tékklandi árið 2007 og heillaðist rosalega af þessu. Maður liggur í bjórblöndu, þar sem blandað er saman vatni, bjór, humlum og geri, og þetta er ekki bara dekur heldur líka ótrúlega gott fyrir húðina,
segir Agnes í samtali við Viðskiptablaðið.
Fengu ráðleggingar í Tékklandi
Agnes og Ólafur fóru svo til Tékklands og Slóvakíu í vor og heimsóttu nokkur hús sem halda úti starfsemi sem þessari.
Þetta voru þrjú ólík bjórböð og þar fengum við ýmsar ráðleggingar frá eigendunum sem eiga vonandi eftir að nýtast í okkar rekstri,
segir hún og bætir við að líklega séu þau fyrst á Norðurlöndunum til að hefja svona rekstur. Greint frá á vb.is
Mynd: skjáskot af google korti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni1 dagur síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir