Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eigendur Kalda opna bjórböð
Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði, stofnuðu í vikunni fyrirtækið Bjórböðin ehf. Ætlun fyrirtækisins er að byggja bjálkahús skammt frá bjórverksmiðju Kalda sem verður 350 til 400 fermetrar að stærð sem mun bæði innihalda bjórböð og veitingastað, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Ég prófaði þetta fyrst í Tékklandi árið 2007 og heillaðist rosalega af þessu. Maður liggur í bjórblöndu, þar sem blandað er saman vatni, bjór, humlum og geri, og þetta er ekki bara dekur heldur líka ótrúlega gott fyrir húðina,
segir Agnes í samtali við Viðskiptablaðið.
Fengu ráðleggingar í Tékklandi
Agnes og Ólafur fóru svo til Tékklands og Slóvakíu í vor og heimsóttu nokkur hús sem halda úti starfsemi sem þessari.
Þetta voru þrjú ólík bjórböð og þar fengum við ýmsar ráðleggingar frá eigendunum sem eiga vonandi eftir að nýtast í okkar rekstri,
segir hún og bætir við að líklega séu þau fyrst á Norðurlöndunum til að hefja svona rekstur. Greint frá á vb.is
Mynd: skjáskot af google korti

-
Keppni4 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni1 dagur síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan