Sigurður Már Guðjónsson
Eigendaskipti hjá Brynjuís yfirvofandi
Ísbúðin Brynja gæti skipt um eigendur á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis.
Brynja hefur verið í eigu Fríðu Leósdóttur síðustu þrjá áratugina eða frá árinu 1985. Eigendur ísbúðarinnar vildu ekki tjá sig um málið er falast var eftir því en staðfestu að einhverjir væru að bera víurnar í verslunina.
Brynja hefur löngum verið rómuð sem ein besta ísbúð landsins og hlaut meðal annars þann titil í úttekt álitsgjafa Vísis á ísbúðum landsins síðla síðasta árs. Margir geta ekki farið til Akureyrar án þess að fá sér þeyting í Brynju og myndast oft löng biðröð við inngang Aðalstrætis þrjú.
Talið er að væntanlegir eigendur hafi í hyggju að opna útibú ísbúðarinnar sunnan heiða. Í raun yrðu fleiri en ein Brynja á höfuðborgarsvæðinu því fyrir er rekin verslun með þessu nafni í húsi að Laugavegi 29. Sú verslun hins vegar ekki með ís heldur ýmis konar verkfæri og áhöld, að því er fram kemur á visir.is.
Mynd: skjáskot af google korti.
Myndrænt götukort:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt4 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt