Uncategorized
Egils Lite vinnur gullverðlaun í annað sinn á þessu ári
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur á stuttum tíma unnið gullverðlaun í tveimur alþjóðlegum keppnum bjórframleiðenda fyrir Egils Lite bjórinn. Nú síðast í belgísku Monde selection keppninni sem haldin er árlega. Þá vann Egils Lite nýlega gullverðlaun í World Beer Cup 2006, heimsmeistarakeppni bjórframleiðenda í flokki kolvetnissnauðra bjóra.
Tvenn gullverðlaun í alþjóðlegum keppnum eru mikil viðurkenning fyrir þróunarstarf Ölgerðarinnar, en Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar, hefur haft veg og vanda af þróun Egils Lite.
Við þróun bjórsins var allt kapp lagt á að ná fram fyllingu í lit og bragði en halda hitaeiningunum í skefjum. Árangurinn er sá að aðeins 29 kaloríur eru í hverjum 100 millilítrum. Egils Lite höfðar því sérstaklega til þeirra sem vilja geta notið þess að drekka bragðgóðan bjór án þess að hafa áhyggjur af orkuinnihaldinu. Egils Lite hefur 4,4% alkóhólinnihald, og fæst í öllum stærri vínbúðum ÁTVR.
Greint frá á Egils.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt1 dagur síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Vín, drykkir og keppni1 klukkustund síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla