Vertu memm

Freisting

Eðalfiskur kaupir Reykás

Birting:

þann


Borgarnes

Matvælavinnslufyrirtækið Eðalfiskur í Borgarnesi keypti á dögunum Reykás við Grandagarð í Reykjavík, sem hefur fengist við svipaða framleiðslu, það er reykingu og vinnslu á laxi. 

Að sögn Kristjáns Rafns Sigurðssonar hjá Eðalfiski er fyrirtækið með þessu að styrkja sig á innlenda markaðnum, en Reykás hefur verið mikið í að reykja fisk fyrir hinn almenna veiðimann. Skarast viðskiptamannahópar Eðalfisks og Reykáss mjög lítið og er Eðalfiskur því væntanlega að fjölga talsvert sínum viðskipavinum með þessum kaupum. Reykás er þó heldur minna fyrirtæki en Eðalfiskur, sem nemur þriðjungi miðað við veltu síðasta árs.

Sökum erfiðrar stöðu íslensku krónunnar hætti Eðalfiskur að flytja út reyktan lax á sl. vetri. Útflutningurinn nam 50% framleiðslunnar sl. ár. Um svipað leyti var starfsmönnum vinnslunnar fækkað og eru þeir 12 talsins í dag. Kristjáns Rafn vonast til að geta haldið þeim fjölda, en líklega verður þó að fjölga starfsmönnum eitthvað þegar nálgast jólin. Hann segir kaupverðið á Reykási trúnaðarmál, en frá þessu greinir fréttavefurinn Skessuhorn.

Mynd: Skessuhorn.is | [email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið