Uncategorized
E.Guigal – Côtes du Rhône er vín janúarmánaðar hjá Gestgjafanum
Guigal Côtes du Rhône 2003 (Frakkland)
Í flestum árgöngum og hjá flestum framleiðendum er einfalt Côtes du Rhône sæmilegasta vín sem maður smakkar sér til ánægju en veltir sjaldnast lengi vöngum yfir. Því er öðruvísi varið hjá Guigal sem gerir sér fyllilega grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera kunnasti framleiðandi í Rhône og því eru jafnvel einföldustu vín hans verulega góð. Sumarið 2003 var heitasta og þurrasta sumar fyrr og síðar á meginlandi Evrópu og þrúgur náðu miklum þroska en uppskeran var ekki mikil vegna skorts á úrkomu. Þessi skilyrði voru ögn bærilegri fyrir þrúgur sem aðlagaðar eru sól og hita en fyrir þær sem aðlagaðar eru góðri meðalúrkomu eða hafa þunnt hýði. Þrúgur í Rhône-dalnum eru betur undir svona veðurfar búnar og vín í þessum árgangi verða að öllum líkindum sérlega ljúffeng þótt kannski muni eitthvað skorta upp á langlífið. Þetta vín er þétt, plómurautt að lit og með opna angan af sultuðum dökkum berjum, stöppuðum banana, lakkrís, vanillu, heybagga, kirsuberjum og jarðvegi. Í munni er það vel bragðmikið og langt með góða sýru en jafnframt sérlega mjúk tannín sem gera það ákaflega ljúffengt. Það inniheldur glefsur af sultuðum kirsuberjum, sveskju, lakkrís, krækiberjahlaupi og einhverju sem minnir á maltviskí frá Islay. Sérlega vel gert og skemmtilegt rauðvín frá Guigal og gaman að hafa það með rauðu og ljósu kjöti, grillmat, pottréttum og sterkkrydduðum mat.
Í kjarna vínbúðanna 1390 kr. Mjög góð kaup
Þorri Hringsson. Gestgjafinn, janúar 2006.
Heiðar Birnir Kristjánsson
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?





