Uncategorized
E.Guigal – Côtes du Rhône er vín janúarmánaðar hjá Gestgjafanum
Guigal Côtes du Rhône 2003 (Frakkland)
Í flestum árgöngum og hjá flestum framleiðendum er einfalt Côtes du Rhône sæmilegasta vín sem maður smakkar sér til ánægju en veltir sjaldnast lengi vöngum yfir. Því er öðruvísi varið hjá Guigal sem gerir sér fyllilega grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera kunnasti framleiðandi í Rhône og því eru jafnvel einföldustu vín hans verulega góð. Sumarið 2003 var heitasta og þurrasta sumar fyrr og síðar á meginlandi Evrópu og þrúgur náðu miklum þroska en uppskeran var ekki mikil vegna skorts á úrkomu. Þessi skilyrði voru ögn bærilegri fyrir þrúgur sem aðlagaðar eru sól og hita en fyrir þær sem aðlagaðar eru góðri meðalúrkomu eða hafa þunnt hýði. Þrúgur í Rhône-dalnum eru betur undir svona veðurfar búnar og vín í þessum árgangi verða að öllum líkindum sérlega ljúffeng þótt kannski muni eitthvað skorta upp á langlífið. Þetta vín er þétt, plómurautt að lit og með opna angan af sultuðum dökkum berjum, stöppuðum banana, lakkrís, vanillu, heybagga, kirsuberjum og jarðvegi. Í munni er það vel bragðmikið og langt með góða sýru en jafnframt sérlega mjúk tannín sem gera það ákaflega ljúffengt. Það inniheldur glefsur af sultuðum kirsuberjum, sveskju, lakkrís, krækiberjahlaupi og einhverju sem minnir á maltviskí frá Islay. Sérlega vel gert og skemmtilegt rauðvín frá Guigal og gaman að hafa það með rauðu og ljósu kjöti, grillmat, pottréttum og sterkkrydduðum mat.
Í kjarna vínbúðanna 1390 kr. Mjög góð kaup
Þorri Hringsson. Gestgjafinn, janúar 2006.
Heiðar Birnir Kristjánsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt