Freisting
Dýr áramót í Chicago
Vantar þig hugmynd að skemmtilegum áramótum? Lausnina gæti verið að finna á Peninsula-hótelinu í Chicago.
Áramótapakkinn í ár er tvær nætur á svítunni með kampavíni og kavíar eins og þú getur í þig látið. Og þú mátt meira að segja taka handsaumaða baðsloppinn með þér heim þegar dvölinni lýkur. Þjónustulundað starfsfólkið hjálpar þér svo að slá upp samkvæmi fyrir allt að hundrað manns á hótelinu, þar sem væri tilvalið að spóka sig um með nýja hundrað karata demantahálsmenið. Svona rétt að lokum má geta þess að með öllu saman kostar pakkinn rétt tæpar tvö hundruð milljónir króna. En sé hann staðgreiddur ætti að vera óþarfi að gefa vikapiltinum þjórfé!
Visir.is greindi frá
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar





