Uncategorized
Dómnefnd Gyllta Glassins 2007 að störfum

Tolli og Sævar að byrja á smakkinu
15 manna dómnefnd Gyllta Glassins 2007 var mætt á Hilton Reykjavík Nordica sunnudaginn 14. október síðastliðið, til að fara yfir öll þau vín sem sent hafði verið í keppnina um titilinn Gyllta Glasið 2007.
Vínbirgjunum var boðið að senda fulltrúa og sumir nýttu sér það. Alls voru 45 vín send í keppnina, 21 hvít og 24 rauð, öll frá Evrópu og í verðflokki 1490 – 2490 kr. Þetta var mjög spennandi en í leiðinni reyndi töluvert á, sérstaklega eftir 35. víni, þar sem rauðvínin voru flest öll vel þétt, oft ung og tannínrík. En þetta hafðist með mjög góðu móti og flestir voru á svipuðu máli varðandi mestmegnis af vínunum.
Úrslitin verða kynnt á laugardaginn 20. október á Uppskeruhátíð Vínbransans, á Hilton Reykjavík Nordica
Nánari upplýsingar um Gyllta glasið 2007 hér
Eftirfarandi myndir sýna dómnefndina að störfum:

Þorri Hringsson að störfum

Ólafur Örn Ólafsson veitingastjóri Vox og tveir umboðsmenn

Rafn og Kári frá Nordica létu sig ekki vanta

Smakkað blint

Tolli forseti VSÍ og Sævar einbeittir
Myndir: Dominique | [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





