Uncategorized
Dómnefnd Gyllta Glassins 2007 að störfum
Tolli og Sævar að byrja á smakkinu
15 manna dómnefnd Gyllta Glassins 2007 var mætt á Hilton Reykjavík Nordica sunnudaginn 14. október síðastliðið, til að fara yfir öll þau vín sem sent hafði verið í keppnina um titilinn Gyllta Glasið 2007.
Vínbirgjunum var boðið að senda fulltrúa og sumir nýttu sér það. Alls voru 45 vín send í keppnina, 21 hvít og 24 rauð, öll frá Evrópu og í verðflokki 1490 – 2490 kr. Þetta var mjög spennandi en í leiðinni reyndi töluvert á, sérstaklega eftir 35. víni, þar sem rauðvínin voru flest öll vel þétt, oft ung og tannínrík. En þetta hafðist með mjög góðu móti og flestir voru á svipuðu máli varðandi mestmegnis af vínunum.
Úrslitin verða kynnt á laugardaginn 20. október á Uppskeruhátíð Vínbransans, á Hilton Reykjavík Nordica
Nánari upplýsingar um Gyllta glasið 2007 hér
Eftirfarandi myndir sýna dómnefndina að störfum:
Þorri Hringsson að störfum
Ólafur Örn Ólafsson veitingastjóri Vox og tveir umboðsmenn
Rafn og Kári frá Nordica létu sig ekki vanta
Smakkað blint
Tolli forseti VSÍ og Sævar einbeittir
Myndir: Dominique | [email protected]
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025