Markaðurinn
Costco nú hjá Wolt – Þúsundir vara sendar heim að dyrum
Wolt tilkynnir að Costco á Íslandi er nú aðgengilegt á vettvangi Wolt. Viðskiptavinir geta því pantað uppáhalds Costco vörurnar sínar beint í verslun Costco í Garðabæ og fengið þær sendar heim að dyrum á innan við klukkustund, sjö daga vikunnar.
Samstarfið gerir fleirum kleift að upplifa einstakt fyrirkomulag Costco þar sem nánast allt er selt í magni. Í gegnum Wolt geta viðskiptavinir nú fengið sömu stóru pakkana og fjölbreytta úrvalið sent heim til sín, án þess að þurfa að keyra í vöruhús Costco eða standa í röð. Fyrir marga þýðir þetta einföldun á daglegu lífi, hvort sem það er að fylla á ísskápinn fyrir vikuna eða til að undirbúa afmælisveislur, grillveislur eða stærri samkomur á fljótlegan hátt.
Með þúsundum vara til að velja úr geta Wolt notendur nú notið fjölbreytts úrvals Costco án þess að fara að heiman. Flokkarnir eru meðal annars ferskar matvörur, nauðsynjavörur til heimilisnota, persónulegar hreinlætisvörur, raftæki og fleira.
“Við erum ótrúlega spennt að fá Costco til liðs við Wolt á Íslandi. Samstarfið gefur viðskiptavinum okkar tækifæri til að njóta þeirrar fjölbreytni og hagstæðs verðs sem Costco hefur upp á að bjóða, í sambland við hraða og þægindi heimsendinga frá Wolt. Þú þarft heldur ekki að vera meðlimur!“
segir Jóhann Már Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Wolt á Íslandi.
Hvort sem þig vantar matvöru, hversdagslegar nauðsynjar eða eitthvað sértækt, gerir framboð Costco í gegnum Wolt það auðveldara en nokkru sinni fyrr.
Costco lítur einnig björtum augum til samstarfsins:
„Við erum mjög ánægð með að viðskiptavinir okkar geti nú notið þeirra þæginda að fá vörur frá Costco sendar beint heim að dyrum með Wolt.
Samstarfið gerir okkur kleift að þjónusta meðlimi okkar á nýjan hátt, gera það aðgengilegra að versla í Costco ásamt því að kynna Costco fyrir fleiri Íslendingum í gegnum samstarfið,“
segir James McGlone, framkvæmdarstjóri Costco á Íslandi.
Viðskiptavinir geta flett í gegnum vörur Costco á costco.is og lagt inn pöntun á fljótlegan og auðveldan hátt í gegnum Wolt appið eða vefsíðuna. Það sem gerir samstarfið einstakt er að viðskiptavinir Wolt þurfa ekki að vera meðlimir hjá Costco til þess að versla vörurnar, en meðlimir njóta þó hagstæðari kjara.
Samstarfið á Íslandi ásamt sambærilegu fyrirkomulagi í Svíðþjóð, er í fyrsta sinn sem Costco og Wolt sameina krafta sína í Evrópu. Það er jafnframt prófun fyrir frekari útbreiðslu samstarfsins á öðrum mörkuðum.
Hvernig virkar fyrirkomulagið?
Viðskiptavinir geta hlaðið niður Wolt appinu eða heimsótt wolt.com
Leitað er að Costco þar sem bæklingur fyrir drykki og matvörur er skoðaður
Costco meðlimir geta slegið inn meðlimanúmer til að fá aðgang að sérstökum tilboðum
Pantaðu og fáðu vörurnar þínar á klukkutíma eða styttra
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






