Ágúst Valves Jóhannesson
Costco býður upp á veitingastað, sælkerahorn og bakarí – Verða faglærðir veitingamenn að vinna hjá fyrirtækinu?
Verslunarrisinn Costco ráðgerir að opna verslun sína í Kauptúni um mitt ár 2017. Costco selur allt frá hjólbörðum, heimilistækjum til matvöru. Ásamt því að reka þar eldhús þar veitingastað þar sem í boði verða pylsur, nýbakaðar pítsur og ís.
Einnig kemur Costco til með að selja smáréttabakka með samlokum, sushi, sætindum ásamt öðru í svokölluðu sælkerahorni. Bakarí verður starfrækt í versluninni þar sem allt verður bakað daglega. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort faglærðir veitingamenn komi til að vinna hjá fyrirtækinu.
Reiknað er með að Costco skapi 180-200 störf í byrjun með möguleikum á vexti. Verslunin státar sig af því að hafa jafnvægi í skiptingu á aldri þar sem starfsmenn eiga möguleika á að eiga góðan feril hjá fyrirtækinu. Costco vill greiða starfsfólki sínu yfir lágmarkslaunum og bjóða upp á fríðindi meðfram launum.
Brett Vigelskas mun stýra versluninni en hann byrjaði hjá fyrirtækinu 1999 sem kerrustrákur meðfram námi en hann er útskrifaður lífeindafræðingur. Hann hefur unnið 11 mismunandi störf í sex mismunandi vöruhúsum.
Costco mun sinna fyrirtækjum sem og einstaklingum en til að eiga möguleika á að versla þar þarf að borga aðildargjald upp á 4800 kr. fyrir einstaklinga og 3800 kr. fyrir fyrirtæki. Einnig er hægt að fá svokallað aukakort 2400 kr. og að hámarki sex aukakort fyrir hverja aðild. Verslunin býður fyrirtækjum upp á reikningsviðskipti.
Með fylgja myndir frá kynningafundi Costco sem fréttamaður veitingageirans tók.
Myndir: Ágúst Valve

-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle