Freisting
Conran veitingahúsin færð inn í 21. öldina
Sneiðmynd af Royal Festival Hall í South Bank Centre
Nýju eigendur af Conran veitingahúsa stefna að nýju flaggskipi í maí n.k. og ætla sér að færa Conran stílinn inn í 21. öldina og segja meðal annars að með nýja veitingastaðnum komi þeir til með að fara í samkeppni við veitingastaðina Ivy og Wolseley svo eitthvað sé nefnt.
Conran veitingashúsakeðjan var seld til fyrirtækisins D&D í september á síðasta ári, en D&D er skammstöfun á nöfnum eigendana þeirra Des Gunewardena og David Loewi.
Haft er eftir David Loewi um aðalástæðu fyrir þessum breytingum er að Conran stíllinn var því miður orðin frekar þreyttur og komin útí færibanda matseld, eða orðrétt:
-
„realised that the Conran image was a bit tired and, unfortunately, associated with conveyor-belt food“ said David Loewi.
Nýji veitingastaðurinn verður staðsettur í London í sjálfu Royal Festival Hall í South Bank Centre, en staðurinn verður raun og veru tveir matsölustaðir, þ.e.a.s. fínn veitingastaður sem ber nafnið Skylon með 90 manns sæti og hins vegar grillstaðurinn Le Pont De La Tour með 120 manns í sæti. Matseldin verður í áttina að Evrópskum og nýtískulegum mat með bresku ívafi.
Yfirmatreiðslumaður verður enginn en annar Helena Puolakka, fyrrum yfirkokkur Fifth Floor. Helena er 36 ára og það var nú aldrei neinn vafi hjá henni að hún ætlaði sér að stefna hátt en þegar hún leitaði af sínu fyrsta starfi sem matreiðslumaður, þá sótti hún um á fjölmörgum Michelin veitingastöðum, þar til að Gordon Ramsey réð hana á veitingastað sinn Aubergine.
Hvers má vænta á matseðlum Skylon og Le Pont De La Tour?
Skylon
-
New season pea soup with Yorkshire ham tartine
-
Roast organic Suffolk Cross lamb, crushed new potatoes and glazed carrots
-
Lavender-infused Gloucester Old Spot pork with vegetables and mustard sauce
-
Scone bread and butter pudding and vanilla custard
Le Pont De La Tour
-
Roast foie gras and duck egg with Banyuls vinegar
-
Plateau de fruit de mer
-
Whole lobster a la nage
-
Crépes Suzette
Heimasíða: www.skylonrestaurant.co.uk
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala