Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Coca-Cola notar lag Of Monsters and Men í herferð

Birting:

þann

Kurt Hugo Schneider

Kurt Hugo Schneider

Flytjandinn, Kurt Hugo Schneider, hefur gert ábreiður af lögum margra frægra tónlistarmanna og hafa þær fengið yfir 500 milljón áhorf á Youtube.

Lag Of Monsters and Men er hluti af nýjustu auglýsingaherferð gosfyrirtækisins Coca-Cola. Fyrirtækið fékk Youtube-stjörnuna Kurt Hugo Schneider til að gera sérstaka „instrumental“ útgáfu“ af Little Talks, vinsælasta lagi hljómsveitarinnar. Í þessari óvenjulegu útgáfu Schneider má sjá lagið leikið á kókflöskur, -dósir og –glös og hefur myndband af því nú birst á slóðinni www.ahhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh.com (síðu á vegum Coca-Cola fyrirtækisins) sem og á hinum ýmsu Youtube-síðum. Hitt lagið sem notað er í herferðinni er lagið „Feels so close“ með Calvin Harris.

Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men hefur sannarlega farið sigurför um heiminn eftir að hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum árið 2010. Little Talks er að finna á fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar, My Head Is An Animal, sem kom út í september 2011 og varð lagið eitt af þeim vinsælustu það ár og hefur haldið áfram að hljóma á útvarpsstöðvum um allan heim og í ýmsum sjónvarpsþáttum. Hljómsveitin lagði í kjölfarið upp í tæplega tveggja ára tónleikaferðalag  sem lauk nýverið og á síðasta ári mátti heyra lög sveitarinnar hljóma í Hollywood-smellunum The Secret Life of Walter Mitty og The Hunger Games: Catching Fire.

Kurt Hugo Schneider er þekktur meðal ungs fólks á netinu og hefur gert ábreiður af lögum margra frægra tónlistarmanna svo sem Justin Timberlake, Adele, Britney Spears, Katy Perry, Miley Cyrus, Usher og Rihanna.

Youtube-síða Schneider hefur alls fengið meira en 700 milljónir áhorf.

Myndbandið má m.a. sjá hér:

Mynd: Skjáskot úr myndbandi.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið