Smári Valtýr Sæbjörnsson
Coca-Cola notar lag Of Monsters and Men í herferð
Flytjandinn, Kurt Hugo Schneider, hefur gert ábreiður af lögum margra frægra tónlistarmanna og hafa þær fengið yfir 500 milljón áhorf á Youtube.
Lag Of Monsters and Men er hluti af nýjustu auglýsingaherferð gosfyrirtækisins Coca-Cola. Fyrirtækið fékk Youtube-stjörnuna Kurt Hugo Schneider til að gera sérstaka „instrumental“ útgáfu“ af Little Talks, vinsælasta lagi hljómsveitarinnar. Í þessari óvenjulegu útgáfu Schneider má sjá lagið leikið á kókflöskur, -dósir og –glös og hefur myndband af því nú birst á slóðinni www.ahhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh.com (síðu á vegum Coca-Cola fyrirtækisins) sem og á hinum ýmsu Youtube-síðum. Hitt lagið sem notað er í herferðinni er lagið „Feels so close“ með Calvin Harris.
Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men hefur sannarlega farið sigurför um heiminn eftir að hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum árið 2010. Little Talks er að finna á fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar, My Head Is An Animal, sem kom út í september 2011 og varð lagið eitt af þeim vinsælustu það ár og hefur haldið áfram að hljóma á útvarpsstöðvum um allan heim og í ýmsum sjónvarpsþáttum. Hljómsveitin lagði í kjölfarið upp í tæplega tveggja ára tónleikaferðalag sem lauk nýverið og á síðasta ári mátti heyra lög sveitarinnar hljóma í Hollywood-smellunum The Secret Life of Walter Mitty og The Hunger Games: Catching Fire.
Kurt Hugo Schneider er þekktur meðal ungs fólks á netinu og hefur gert ábreiður af lögum margra frægra tónlistarmanna svo sem Justin Timberlake, Adele, Britney Spears, Katy Perry, Miley Cyrus, Usher og Rihanna.
Youtube-síða Schneider hefur alls fengið meira en 700 milljónir áhorf.
Myndbandið má m.a. sjá hér:
Mynd: Skjáskot úr myndbandi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann
-
Pistlar3 dagar síðan
Ferðaþjónustufólk kemur saman