Vertu memm

Ágúst Valves Jóhannesson

Chris Parsons – Við tjörnina

Birting:

þann

Chris Parsons - Við tjörnina

Chris Parsons - Við tjörninaVið tjörnina hefur fært sig um set og eru nú nánast komin út á tjörnina, þ.e.a.s. í Ráðhúsið. Þar er lítill og notalegur veitingastaður sem tók allt það gamla góða sem gamla húsnæðið hafði upp á að bjóða.

Staðurinn hefur verið gestgjafi í Food and fun matarhátíðinni síðustu ár og það breyttist ekkert í ár þó skipt hafi verið um húsnæði. Þetta árið kemur kokkur frá Boston, Chris Parsons að nafni en hann rekur ásamt félaga sínum, Dan Kerrigan veitingastaðinn Steel & Rye sem er staðsettur í suður Boston. Þessi nýopnaði staður þeirra félaga var árið 2013 valinn besti nýji veitingastaðurinn af tveimur af stærstu staðarblöðunum í Boston, The Boston globe og Chronicle en ásamt þessum tveimur hafa þeir hlotið þessa viðurkenningu í ýmsum smærri fjölmiðlaeiningum í Boston sl. árið.

Átti Parsons og rak hann fyrri veitingastað sinn, The Parsons áður en sá staður varð of lítill fyrir eftirspurnina. Því ákvað hann ásamt viðskiptafélaga sínum að opna Steel & Rye.

En þá er komið að matnum sem þessi vinalegi veitingastaður bauð okkur upp á í kvöld:

Snjókrabbi, smokkfiskableks-brioche, ígulkerssmjör, hænuegg

Snjókrabbi, smokkfiskableks-brioche, ígulkerssmjör, hænuegg

Snjókrabbinn var vel eldaður og var briocheið steikt upp úr ígulkerssmjörinu sem gerði það, stökkt og djúsí.

Reykt ýsa, leturhumar, kartafla, vorlaukur, steinselja

Reykt ýsa, leturhumar, kartafla, vorlaukur, steinselja

Lyktin af þessum rétt var toppurinn. Heimilislegur á að sjá. Og þrátt fyrir þung hráefni í reyktu ýsunni, kartöflunni og rjómasósunni þá var rétturinn þó léttur og ferskur.

Þorskur í umslagi, sítróna, fennel, Einstök bjór, Kryddpylsumajo

Þorskur í umslagi, sítróna, fennel, Einstök bjór, Kryddpylsumajo

Þorskurinn var eldaður í álpappír eins og má sjá á myndinni og var hann vel eldaður, bráðnaði upp í munninum á manni. Í smjörinu á botni álpappírsins fannst bragð bjórsins vel. Ef það er eitthvað sem vantaði þá var það örlítið meira grænmeti og Einstök bjórinn á borðið með fisknum, það hefði verið dásamlegt.

Tapioca, brennd appelsína, súrmjólk

Tapioca, brennd appelsína, súrmjólk

Lítill og góður eftirréttur, búðingurinn léttur með góða áferð og appelsínan gaf góða bitra sýru á móti sætunni.

Það er svo sannarlega hægt að mæla með veitingastaðnum Við tjörnina enda býður staðurinn upp á útsýni sem margir veitingastaðir hafa ekki upp á að bjóða ásamt þessu heimilislega andrúmslofti sem gömlu húsgögnin gera fyrir staðinn. Við þökkum fyrir okkur.

 

/Ágúst og Bragi

Allar Food and fun fréttir og umfjallanir hér.

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið