Markaðurinn
Chili cheddar pylsur í heimagerðu brauði
Chili cheddar pylsur í heimagerðu brauði
– Með chili majó, sinnepi, rauðlauk og sýrðum gúrkum
Innihald:
– 10 Heimagerð pylsubrauð, uppskrift fylgir
– 10 Chili cheddar pylsur frá Kjarnafæði
– ½ Rauðlaukur, smátt saxaðar
– 3 Litlar sýrðar gúrkur, smátt saxaðar
– Amerískt gult sinnep
– Chili majó (1 dl majónes + 1 msk sriracha sósa)
– Ferskt kóríander
– Fersk chili, saxað
Aðferð og samsetning:
- Byrjið á því að útbúa brauðin.
- Hitið grillið þegar þau eru tilbúin og saxið rauðlauk og sýrðar gúrkur á meðan þið bíðið.
- Útbúið chili majó á meðan þið bíðið.
- Grillið pylsurnar eftir smekk.
- Setjið pylsu í brauð, stráið lauk og sýrðum gúrkum eftir smekk og toppið með sinnepi og chili majó.
Lítil pylsubrauð
200ml vatn, um 37°C heitt
1 tsk. þurrger
1 1/2 tsk sykur
1 tsk. himalaya salt eða fínmalað sjávarsalt
2 msk. olía
350g hveiti (rautt venjulegt, ekki brauðhveiti) + aðeins meira ef deigið er of blautt.
1-2 tsk. smjör
Aðferð:
- Setjið vatn, 1/2 tsk. af sykrinum og ger í hrærivélaskál og látið standa í 5 mín.
- Bætið hveiti, restinni af sykrinum, salti og olíu saman við og hnoðið rólega í 5-6 mín. Ef deigið er of blautt setjið þá 1 msk. af hveiti út í í einu þar til deigið hættir að festast við skálina en er samt vel rakt.
- Vigtið deigið og fáið út heildarþyngd. Deilið deiginu í 10 jafna hluta og mótið kúlur. Setjið bökunarpappír á plötu, úðið yfir með olíuspreyi. Setjið kúlurnar á plötuna með góðu bili á milli. Spreyið létt yfir kúlurnar með olíuspreyinu og hyljið með plastfilmu. Hefið í 1 klst.
- Takið einn hluta af deiginu og rúllið út í ferhyrning sem er um 8x8cm. Rúllið því upp eins og ef þetta væri kanilsnúðadeig. Rúllið þá deiginu aðeins fram og aftur þar til saumurinn er alveg fastur og klípið deigið saman í endunum. Þá ætti deigrúllan að ná ca. 10cm.
- Endurtakið með hinar kúlurnar og gott að hafa þær sem jafnastar útlits. Þá er gott að horfa á fyrstu deigrúlluna og hafa hana til hliðsjónar.
- Leggið rúllurnar eða deiglengjurnar á bökunarplötuna. Mér finnst gott ef þær snertast þegar þær hefast og bakast en það er líka gott að hafa gott bil á milli, bæði betra! Ef þið setjið 5 rúllur á plötu munu þær snertast svo kannski er gott að miða við 2 og svo 3 á plötu.
- Úðið aðeins yfir deigið með olíuspreyi, bara rétt aðeins svo plastfilman sem þið þurfið að leggja yfir festist ekki við. Hefið á borði í 2 tíma. Það er freistandi að stytta tímann en það er alveg þess virði að bíða svona lengi, trúið mér! Fínt að fara í sund eða eitthvað á meðan. Þegar brauðin eru fullhefuð eru þau um 10-11cm að lengd.
- Hitið ofninn í 190°C undir og yfirhita. Setjið lítið form með vatni á ofngrind svo það myndist gufa í ofninum.
- Úðið brauðin með vatni og setjið þau í ofninn. Eftir 10 mín takið þið út vatnið og bakið áfram í 10-12 mín.
- Takið brauðin út og penslið örlitlu smjöri yfir þau. Færið þau á grind og leggið hreint viskastykki yfir þau. Leyfið mesta hitanum að rjúka úr þeim og berið fram með pylsunum.
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig