Smári Valtýr Sæbjörnsson
Chicago Tap Takeover á Mikkeller & Friends Reykjavík
Þann 11. september næstkomandi ætla Mikkeller & Friends á Hverfisgötu 12 að blása til mikillar bjórveislu og kynna fyrir Íslendingum þá frábæru bjóra sem Chicago og nágrenni hefur upp á að bjóða. Þetta er einstakt tækifæri til að smakka þá frábæru bjóra frá bruggsmiðjum sem fást sjaldan að staðaldri utan heimaslóða.
Í mörg ár hefur Chicago og Miðvestur-svæði Bandaríkjanna verið frægt fyrir afar góðan bjór og verið áberandi í „craft beer“ menningu Bandaríkjanna. Á föstudaginn næsta, 11. September , verður einblínt á nokkur af þeim brugghúsum sem Mikkeller hefur bruggað með í gegnum tíðina. Bjórar frá 18th Street Brewery, Half Acre, Spiteful og Off Colour. Fyrir utan 15 krana frá þessum brugghúsum verður talsvert flöskuúrval í boði af sjaldgæfum bjórum.
Þetta er einstakur viðburður og eitthvað sem áhugafólk um bjór mega alls ekki missa af.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.