Freisting
Café Salonen, Íslendingar í veitingahúsarekstri í Kaupmannahöfn
Ómar Arnarson ásamt unnustu sinni Stine Brangstrup Schou
Á Sankt Peders Stræde í eldri hluta miðborgarinnar í Kaupmannahöfn hefur Íslendingurinn Ómar Arnarson tekið við reksti lítils kaffihúss. Café Salonen er staðsett í kjallara gamallar rakarastofu og var áður rekið af kunningjafólki Ómars.
Staðurinn er frjálslega innréttaður með notuðum húsgögnum keyptum af flóamörkuðum víðsvegar um borgina sem og persónulegum munum í eigu Ómars, það skapar heimilislega og afslappaða stemningu á staðnum.
Ómar segist litlu sem engu hafa breytt eftir að hafa tekið við enda staðurinn rómaður af fastakúnnum sem margir eru háskólanemar en gamli Kaupmannahafnar háskólinn er ofar í götunni. Salonen er opið fyrir matar-og kaffigesti á daginn og fram á kvöld með plötusnúðum um helgar.
Matseðillinn er einfaldur og góður með matarmiklum samlokum úr brauði frá ítölsku bakaríi og léttum tapasréttum að hætti hússins. Salonen eltist ekki Tuborg/Carlsberg stórveldið heldur verslar með drykki frá minni sjálfstæðari brugghúsum, Skovlist og Thisted bryghus. Einnig eru seldir á staðnum lífrænir ávaxtasafar frá Antons Økologiske Saft sem er lítið fyrirtæki á Jótlandi.
Café Salonen er huggulegt lítið kaffihús í hjarta borgarinnar með góðum mat og afslöppuðu andrúmslofti vel þess virði að heimsækja eigi menn leið um gömlu höfuðborgina.
Matseðillinn einfaldur og sækir nöfn í hljóðmiðla fortíðar og nútíðar
Blaðamaður gæddi sér á Grammófón samloku
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or14 klukkustundir síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or17 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla