Vertu memm

Freisting

Café Salonen, Íslendingar í veitingahúsarekstri í Kaupmannahöfn

Birting:

þann


Ómar Arnarson ásamt unnustu sinni Stine Brangstrup Schou

Á Sankt Peders Stræde í eldri hluta miðborgarinnar í Kaupmannahöfn hefur Íslendingurinn Ómar Arnarson tekið við reksti lítils kaffihúss.  Café Salonen er staðsett í kjallara gamallar rakarastofu og var áður rekið af kunningjafólki Ómars.

Staðurinn er frjálslega innréttaður með notuðum húsgögnum keyptum af flóamörkuðum víðsvegar um borgina sem og persónulegum munum í eigu Ómars, það skapar heimilislega og afslappaða stemningu á staðnum.

Ómar segist litlu sem engu hafa breytt eftir að hafa tekið við enda staðurinn rómaður af fastakúnnum sem margir eru háskólanemar en gamli Kaupmannahafnar háskólinn er  ofar í götunni. Salonen er opið fyrir matar-og kaffigesti á daginn og fram á kvöld með plötusnúðum um helgar.

Matseðillinn er einfaldur og góður með matarmiklum samlokum úr brauði frá ítölsku bakaríi og léttum tapasréttum að hætti hússins. Salonen eltist ekki Tuborg/Carlsberg stórveldið heldur verslar með drykki frá minni sjálfstæðari brugghúsum, Skovlist og Thisted bryghus. Einnig eru seldir á staðnum lífrænir ávaxtasafar frá Antons Økologiske Saft sem er lítið fyrirtæki á Jótlandi.
 
Café Salonen er huggulegt lítið kaffihús í hjarta borgarinnar með góðum mat og afslöppuðu andrúmslofti vel þess virði að heimsækja eigi menn leið um gömlu höfuðborgina.


Matseðillinn einfaldur og sækir nöfn í hljóðmiðla fortíðar og nútíðar


Blaðamaður gæddi sér á “Grammófón” samloku

/Ragnar

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið