Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Býður upp á ljótar pizzur og fær góða dóma: „Án efa besta pizza bæjarins“
Nú á dögunum opnaði nýr pizzastaður á Smiðjuvegi 2, þar sem Pizza 67 var áður til húsa. Eigandi er Unnar Helgi Daníelsson en hann stefnir á að opna keðju af ljótustu pítsustöðum bæjarins á næstu misserum en pizzastaðurinn heitir Ugly eða Ljótur.
Á meðal ummæla gesta:
„Ég fékk mér ugly pig með þeim betri pítsum ég hef fengið. Topp þjónusta og flottur staður.“
„Kjötbotn þvílík snilld, Pizza án samviskubits og ekkert smá gott.“
„Fékk frábæra þjónustu og ennþá betri pizzu ást á Ugly.“
„Bestu og frumlegustu pizzur bæjarins! Þetta fer fljótt í vana.“
„Án efa besta pizza bæjarins.“
Matseðillinn er girnilegur að lesa, en þar er á meðal pizzaburger, hot wings, chilli nachos og svo er hægt að handsmíða sér eigin pizzu, t.d. með blómkálsbotni, kjötbotni, speltbotni, hveitibotni og svo er valið fjölmargar tegundir af sósum og áleggi. Og ekki má gleyma eftirréttunum en í boði er brownie baka, bananasplitt, epladraum, beikonvafðar döðlu svo fátt eitt sé nefnt.
Skemmtileg heildarhugmynd að sjá og vert er að kíkja og prufa.
Frumleg og öðruvísi auglýsing frá Ugly er hægt að skoða í meðfylgjandi myndbandi:
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/uglypizzaiceland/videos/975094919217793/“ width=“650″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
Myndir: af facebook síðu Ugly.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni